26. des. 2012 : Jólaleyfi og upphaf vorannar

versloSkólanum verður lokað frá 20. desember klukkan 16.00 og hann opnaður aftur föstudaginn 4. janúar klukkan 8.00. Skrifstofan verður opin frá klukkan 10.00 vegna fundahalda og verður engin kennsla þann dag.

 

Próftöflu endurtektarprófa má nálgast hér.

 

Ýtið á lesa meira fyrir upphaf vorannar.

21. des. 2012 : Útskrift 19. desember

utskriftMiðvikudaginn 19. desember voru 3 nemendur útskrifaðir með stúdentspróf frá frá Verzlunarskóla Íslands. Stúdentarnir eru þeir Guðmundur Birgisson, Ívar Bergþór Guðfinnsson og Ívar Örn Einarsson.

14. des. 2012 : Prófsýning og fall í áfanga

versloEinkunnir verða aðgengilegar nemendum í upplýsingakerfinu miðvikudaginn 19. desember klukkan 20.00. Prófsýningin verður fimmtudaginn 20. desember frá klukkan 11.30 til 13.00. Einkunnablöð verða ekki prentuð út en nemendur sem þurfa staðfest afrit af einkunnum sínum geta fengið slíka útprentun á skrifstofu skólans.

Smelltu á "lesa meira" til þess að fá upplýsingar um hvað gerist ef nemandi fellur í áfanga.

27. nóv. 2012 : Afgreiðslutími bókasafnsins og opnunartími tölvustofa í jólaprófunum

bokaNú er síðasta kennsluvikan hafin og prófin byrja á föstudaginn. Afgreiðslutími bóksasafnsins og opnunartími tölvustofa tímabilið 28. nóvember til og með 16. desember er eftirfarandi:

 

mánudaga – fimmtudaga: 8:00–22:00
föstudaga: 8:00–19:00
laugardaga: 10:00–19:00
sunnudaga: 10:00–22:00

27. nóv. 2012 : Ólöf Kristín sigraði í Vælinu

olofVælið, söngkeppni Verzlunarskóla Íslands, fór fram föstudaginn 23. nóvember sl. í Hörpunni. Óhætt er að fullyrða að keppnin hafi verið glæsileg og tekist vel í alla staði. Auk 13 söngatriða voru fjölmörg dans- og skemmtiatriði.

16. nóv. 2012 : Mælskukeppni á degi íslenskrar tungu

arniVerzlingar héldu upp á dag íslenskrar tungu með því að blása til keppninnar „Mælskasti maður og kímni“. Umræðupunktar komu úr öllum áttum en íslenskt mál bar auðvitað oft á góma á Marmaranum í tilefni dagsins. Keppendur voru 16 talsins og skemmtu þeir áhorfendum hið besta með mælsku sinni.

16. nóv. 2012 : Vælið í Hörpunni 23. nóvember

vaelidVælið, söngkeppni skólans verður haldin í Eldborgarsal Hörpunnar þann 23. nóvember næstkomandi. Ljóst er að mikið verður um dýrðir en Skemmtinefnd skólans hefur setið sveitt að undirbúningi dagsins síðustu vikur.

14. nóv. 2012 : Íþróttavika NFVÍ

dagskraitrNú stendur yfir íþróttavika NFVÍ. Í vikunni geta nemendur spreytt sig á ýmsum íþróttagreinum eins og t.d. bekkpressukeppni, bandí, borðtennis, hástökki, jóga o.fl.. Þá setja nemendur upp bæði tísku- og danssýningu.

10. nóv. 2012 : Stærðfræðideildin flytur í nýtt vinnuherbergi

innflÍ síðustu viku flutti stærðfræðideild skólans í nýtt vinnuherbergi. Gamla vinnuherbergi deildarinnar var við hliðina á matsal kennara en það nýja er í IBM stofunni á þriðju hæð.

9. nóv. 2012 : Baráttudagur gegn einelti

einelti

Fimmtudagurinn 8. nóvember var alþjóðlegur baráttudagur gegn einelti. Af því tilefni gáfu nemendur og kennarar gefa sér tíma til að ræða hörmulegar afleiðingar eineltis. Í tengslum við verkefnið hafa verið framleidd gul armbönd með skilaboðum um jákvæð samskipti sem var dreift á nemendur.

6. nóv. 2012 : Jól í skókassa

joliskokassa

Nemendur í 5-R taka í ár þátt í verkefninu Jól í skókassa. Jól í skókassa er alþjóðlegt verkefni á vegum KFUM & KFUK sem felst í því að gefa börnum sem lifa við fátækt, sjúkdóma eða aðra erfiðleika jólagjafir. Gjafirnar eru settar í skókassa og til þess að tryggja að öll börnin fái svipaða jólagjöf er mælst til að ákveðnir hlutir séu í hverjum kassa.

1. nóv. 2012 : Próftöflur komnar á netið

versloNú er endanleg próftafla dagskóla komin á netið. Hana má nálgast hér.

Endanleg próftafla fjarnáms er hér og prentvæn útgáfa er hér.

Síða 1 af 7