Month: janúar 2012

Gleði- og forvarnadagur VÍ

Miðvikudagurinn 1. febrúar verður helgaður fræðslu um heilbrigt líferni í víðum skilningi. Hefbundin kennsla verður fyrstu tvo tímana en síðan skiptum við um takt og við taka fyrirlestrar, samræður og örnámskeið um ýmislegt sem tengist því að vera ungur í margbreytilegu og flóknu samfélagi. Von er á góðum gestum því mörg námskeiðin og fræðsluerindin verða… Read more »

Foreldrafundur mánudaginn 30. janúar

Foreldrum og forráðamönnum nemenda í 3. og 4. bekk er boðið í skólann mánudaginn 30. janúar kl. 12.50 – 18.00. Þá gefst foreldrum/forráðamönnum tækifæri til að ræða einslega við umsjónarkennara en gert er ráð fyrir að hvert viðtal taki um það bil 10 mínútur. Verzlunarskólinn leggur ríka áherslu á að foreldrar fylgist með námi og… Read more »

G.V.Í. vinnur með Tears Children

Góðgerðaráð Verzlunarskóla Íslands, G.V.Í., vinnur árlega með mismunandi hjálparsamtökum sem staðsett eru víðsvegar um heiminn. Í ár hefur Góðgerðaráð Verslunarskólans aðstoðað samtökin Tears Children (http://www.tearschildren.org/) en samtökin einsetja sér að bæta líf barna, unglinga og einstæðra mæðra í Kenýa. Söfnunin hefur gengið vel og núna í febrúar verður opnaður leiksskóli fyrir um 100 börn rétt… Read more »

Verzló áfram í Gettu betur

Verzlunarskólinn komst í gærkvöldi áfram úr 1. umferð spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur. Verzló hafði betur gegn Fjölbrautaskólanum í Breiðholti, 21-12. Það verður því spennandi að sjá gegn hverjum við drögumst í næstu umferð, en í hinni viðureign gærdagsins komst MH áfram eftir sigur á Framhaldsskóla Austur-Skaftafellssýslu, 15-3.

Verzló mætir FB í Gettu betur

Mánudaginn 9. janúar mætir lið Verzlunarskólans liði Fjölbrautaskólans í Breiðholti í spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur. Viðureignin fer fram á Markúsartorginu í Efstaleiti og hefst klukkan 19:30. Í fyrra sigraði lið Kvennó keppnina eftir að hafa lagt sextánfalda meistara MR í úrslitum. Hægt er að fylgjast með viðureign Verzló og FB á Rás 2.

Próftafla fyrir endurtektarpróf 2012

Próftaflan fyrir endurtektarprófin er komin á síðuna og má nálgast hana hér. Fyrstu prófin eru mánudaginn 9. janúar en þau síðustu föstudaginn 13. janúar.