30. jan. 2012 : Gleði- og forvarnadagur VÍ

gledi

Árlegur gleði- og forvarnadagur Verzló verður haldinn miðvikudaginn 1. febrúar. Þar gefst nemendum tækifæri til að sitja fyrirlestra og örnámskeið um fjölbreytt málefni.

25. jan. 2012 : Foreldrafundur mánudaginn 30. janúar

Foreldrafundur verður haldinn mánudaginn 30. janúar. Foreldrar og forráðamenn eru beðnir að hafa samband við umsjónarkennara til að finna hentugan tíma.Vi2

20. jan. 2012 : G.V.Í. vinnur með Tears Children

Góðgerðaráð Verzlunarskóla Íslands, G.V.Í., vinnur árlega með mismunandi hjálparsamtökum sem staðsett eru víðsvegar um heiminn.

10. jan. 2012 : Verzló áfram í Gettu betur

Verzlunarskólinn komst í gærkvöldi áfram úr 1. umferð spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur. Verzló hafði betur gegn Fjölbrautaskólanum í Breiðholti, 21-12.

8. jan. 2012 : Verzló mætir FB í Gettu betur

Mánudaginn 9. janúar mætir lið Verzlunarskólans liði Fjölbrautaskólans í Breiðholti í spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur. Viðureignin fer fram á Markúsartorginu í Efstaleiti og hefst klukkan 19:30.