Verzló í undanúrslit Gettu betur

Verzló tryggði sér þátttökurétt í undanúrslitum Gettu betur með sigri á FSU. Dregið verður í undanúrslit þann 16. mars.
Verzló mætir FSU í Gettu betur

Verzlunarskólinn mætir FSU í átta liða úrslitum Gettu betur. Viðureignin fer fram á föstudaginn og er í beinni útsendingu á RÚV.
Sigríður María sigurvegari í ræðukeppni ESU

Sigríður María Egilsdóttir bar á dögunum sigur úr býtum í ræðukeppni ESU á Íslandi. Þetta er í annað skipti sem Sigríður vinnur keppnina sem fram fer á ensku. Halldór Atlason úr 4-X komst einnig í úrslit.
Opið hús 23. febrúar

Verzlunarskólinn stendur fyrir opnu húsi 23. febrúar. Þar geta nemendur og forráðamenn þeirra kynnt sér nánar starfsemi skólans.
Gestir frá Litháen og Noregi

Nemendamót Verzlunarskóla Íslands

Fyrsti fimmtudagur febrúarmánaðar er ævinlega stór dagur í lífi Verzlinga en þann dag fer árlegt Nemendamót VÍ fram. Nemendamótsdagurinn er órjúfanlegur hluti skólans og hefðin sem honum fylgir mikil. Þessi dagur er hápunktur félagslífsins og eðlilega miklar væntingar sem honum fylgja. Algengt er að bekkirnir byrji daginn snemma og hittist yfir morgunverði í heimahúsi áður en farið er á leiksýninguna, sem að þessu sinni er byggður á kvikmyndinni Bugsy Malone.