Month: febrúar 2012

Verzló í undanúrslit Gettu betur

Á föstudaginn síðastliðinn tryggði Verzlunarskóli Íslands sér sæti í undanúrslitum Gettu betur. Verzló sigraði þá lið FSU með 20 stigum gegn 18 í keppni sem var nokkuð spennandi. Þetta var fyrsta viðureignin í átta liða úrslitunum en ásamt Verzló eru MR, FG, MH, Borgarholtsskóli, MA og Kvennaskólinn eftir í keppninni. Dregið verður í undanúrslit keppninnar… Read more »

Verzló mætir FSU í Gettu betur

8-liða úrslit Gettu betur hefjast með viðureign Verzlunarskóla Íslands og FSU. Eftir sigra á FB og Menntaskólanum að Laugarvatni í fyrstu tveimur umferðunum tryggðu strákarnir okkar sér þátttökurétt í átta liða úrslitunum sem verður sjónvarpað klukkan 20:10 föstudaginn 24. febrúar. Keppnin fer fram í myndveri Sjónvarpsins. Lið okkar þetta árið skipa þeir Egill Sigurðarson (6-H), Gísli Þór… Read more »

Sigríður María sigurvegari í ræðukeppni ESU

Einn af fimm glæsilegum fulltrúum Verzlunarskólans í enskri ræðukeppni ESU á Íslandi, Sigríður María Egilsdóttir í 5-F kom sá og sigraði í úrslitakeppninni á laugardaginn 18. febrúar í Háskólanum í Reykjavík. Þetta er í annað skipti sem Sigríður hreppir verðlaun í þessari keppni og þriðja árið í röð sem Verzló á sigurvegara.   Vísdómur æskunnar var viðfangsefnið sem ræðumenn… Read more »

Opið hús 23. febrúar

Fimmtudaginn 23. febrúar verður opið hús í Verzlunarskóla Íslands. Þá verður nemendum og foreldrum/forráðamönnum boðið að koma og skoða skólann, fá upplýsingar um námið og félagslífið, spjalla við skólayfirvöld, námráðgjafa og kennara. Einnig munu nemendur sýna húsnæðið og einhverjar skemmtilegar uppákomur verða á þeirra vegum. Opna húsið stendur yfir frá 17:00 – 19:00. Vonandi munu sem flestir… Read more »

Gestir frá Litháen og Noregi

Eins og glöggir kennarar og nemendur tóku eftir fengum við góða gesti í heimsókn frá Litháen og Noregi  vikuna 6.-10. febrúar.  Heimsóknin var liður í Nordplus verkefni sem nefnist „Redesign, Innovation and Entrepreneurship“ sem 9 nemendur af viðskiptabraut og hagfræðibraut hafa tekið þátt í ásamt GunnIngu, Ingu Rós og Þorbirni. Markmið þess verkefnis er stuðla… Read more »

Nemendamót Verzlunarskóla Íslands

Fyrsti fimmtudagur febrúarmánaðar er ævinlega stór dagur í lífi Verzlinga en þann dag fer árlegt Nemendamót VÍ fram. Nemendamótsdagurinn er órjúfanlegur hluti skólans og hefðin sem honum fylgir mikil. Þessi dagur er hápunktur félagslífsins og eðlilega miklar væntingar sem honum fylgja. Algengt er að bekkirnir byrji daginn snemma og hittist yfir morgunverði í heimahúsi áður… Read more »