30. mar. 2012 : Páskafrí

verslo

Skólinn verður lokaður í páskafríinu, frá 2. til 10. apríl. Kennsla hefst aftur samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 11. apríl.

26. mar. 2012 : Próftöflur komnar á netið

verslo

Próftaflan fyrir vorönn 2012 er komin á netið.

23. mar. 2012 : Undanúrslit Gettu betur

Gettu_betur

Lið Verzlunarskólans mætir í kvöld liði MR í undanúrslitum Gettu betur. Keppnin fer fram í Háskólabíói og hefst klukkan 20:10.

22. mar. 2012 : Nemendur úr 4. bekk heimóttu Handelsgymnasiet i Aarhus

danm1

Nemendur í 4. bekk heimsóttu í síðustu viku danska nemendur í Aarhus, en nemendur þaðan heimsóttu okkur fyrr í vetur. Um sannkallaða menningarferð var að ræða og komu allir sáttir heim.

20. mar. 2012 : Heimsókn frá nemendum St. George´s school

america-007

Nemendur frá St. George´s School, sem staðsettur er á Rhode Island, heimsóttu skólann í síðustu viku. Þeir höfðu unnið verkefni um Ísland sem þeir kynntu fyrir nemendum.

15. mar. 2012 : Sigur hjá Versló í Forritunarkeppni framhaldsskólanna 2012

ForFram2012

Nemendur Verzlunarskólans voru áberandi í Forritunarkeppni framhaldsskólanna. Eitt lið frá skólanum sigraði sinn flokk og annað lenti í öðru sæti. Í ár var metþátttaka í keppninni, en alls tóku rúmlega 120 keppendur þátt.

15. mar. 2012 : Nemendur í 6. bekk tóku þátt í vörumessu í Smáralind

svidamessaInnan Versló eru nú starfrækt 11 fyrirtæki. Þessi fyrirtæki, ásamt fyrirtækjum frá öðrum framhaldsskólum, tóku þátt í Vörumessu í Smáralindinni til að kynna og selja vörur sínar.

14. mar. 2012 : Nemendur heimsóttu CERN

cern1Nýlega fór hópur nemenda af eðlisfræðibraut í heimsókn til CERN, miðstöðvar evrópskra öreindarannsókna þar sem LHC-hraðallinn er meðal annars til húsa.

12. mar. 2012 : Norræn goðafræði áberandi í skólanum

odinn

Norræn goðafræði hefur verið áberandi í Verzlunarskólanum undanfarið. Í nýútgefnum Vilja var skemmtileg myndaröð unnin í kringum goðin og gyðjurnar og þá hafa þriðjubekkingar farið mikinn í túlkun sinni á verunum á myndrænan hátt.

8. mar. 2012 : Gestir frá Finnlandi og Færeyjum í heimsókn

nordurlond-fanarFinnskir og færeyskir nemendur frá sambærilegum skólum og Versló eru í heimsókn í vikunni í tengslum við verkefnið „Språk og kultur“. Seinna munu nemendur úr 4. bekk heimsækja bæði Færeyjar og Finnland, níu til hvors lands.

1. mar. 2012 : Verzlunarskólanemendur á leið til Danmerkur

Vi2

Nemendur í 4. bekk Verzlunarskólans fara í næstu viku í heimsókn til Árósa. Þar munu þeir dvelja í eina viku sem gestir á heimil nemanda Århus Købmandsskole.