Month: mars 2012

Gestir frá Finnlandi og Færeyjum í heimsókn

Þessa viku eru góðir gestir í heimsókn í Versló frá Finnlandi og Færeyjum. Samtals eru þetta 18 nemendur úr skólunum Helsinki Business College og Foroya Handilsskúli, en þeir eru sambærilegir Versló. Með þeim eru tveir finnskir kennarar og einn færeyskur. Verkefnið er nýtt af nálinni og styrkt af Nordplussjóðum. Það ber yfirskriftina „Språk og kultur“ og… Read more »

Verzlunarskólanemendur á leið til Danmerkur

Undanfarin ár hafa Verzlunarskólinn og Århus Købmandsskole unnið að samstarfsverkefni í formi nemendaskipta. Hefur bekkur frá Århus komið að hausti ár hvert til Íslands og nemendur úr Versló hafa síðan endurgoldið heimsóknina að vori. Þetta skólaár taka 32 nemendur í fjórða bekk þátt í þessu verkefni á vegum Verzlunarskólans. Þeir voru gestgjafar eins Dana í… Read more »

Norræn goðafræði áberandi í skólanum

Goð, gyðjur og hetjur norrænnar goðafræði hafa verið nemendum hugleiknar undanfarnar vikur. Þriðjubekkingar hafa farið á kostum við að túlka þessar verur á myndrænan hátt í íslenskutímum og Viljinn gerir þeim góð skil í smekklegum ljósmyndaþætti í nýjasta tölublaði sínu.   Fremstar meðal jafningja eru þó þær Aþena, Berglind og Ingibjörg í 3-R en þær… Read more »

Nemendur heimsóttu CERN

Nýlega fór hópur nemenda af eðlisfræðibraut í heimsókn til CERN, miðstöðvar evrópskra öreindarannsókna þar sem LHC-hraðallinn er meðal annars til húsa. Nemendur fengu fræðslu um tækni og eðlisfræði LHC-hraðalsins og fengu að kynnast starfseminni sem þarna fer fram. Í ferðinni var einnig komið við í hinu mikla vísindasafni í Munchen, náttúrufræðisafninu í London og auðvitað… Read more »

Nemendur í 6. bekk tóku þátt í vörumessu í Smáralind

Nemendur á viðskiptasviði í 6. bekk Verzlunarskólans tóku þátt í vörumessu í Smáralind 9. og 10. mars sl. á vegum Ungra frumkvöðla á Íslandi. Ungir frumkvöðlar á Íslandi eru frjáls félagasamtök sem bjóða upp á fjölbreytt og skemmtileg námskeið innan skólakerfisins, námskeið sem meðal annars gefa nemendum tækifæri á að fóta sig í atvinnurekstri og kynnast frumkvöðlastarfsemi.   Versló… Read more »

Páskafrí

Skólinn verður lokaður í páskafríinu, frá 2. til 10. apríl. Kennsla hefst aftur samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 11. apríl. Gleðilega páska!

Próftöflur komnar á netið

Próftaflan fyrir vorprófin er komin á netið. Hægt er að nálgast hana með því að smella hingað. Nemendur í 4., 5., og 6. bekk eru beðnir um að athuga vel klukkan hvað hvert próf byrjar því próftími er ekki alltaf sá sami. Þá er próftaflan fyrir fjarnámið einnig komin á netið en hana má nálgast… Read more »

Versló úr leik í Gettu betur

Verzlunarskólinn tapaði á föstudaginn var gegn MR í undanúrslitum Gettu betur. Leikar fóru 24-17 MR-ingum í vil og því ljóst að Verzlunarskólinn mun ekki eiga lið í úrslitum þetta árið. Þrátt fyrir það stóð liðið sig vel í keppninni og er vert að óska þeim Agli, Gísla og Jakobi til hamingju með vasklega framgöngu.

Undanúrslit Gettu betur

Í kvöld, föstudaginn 23. mars, mætir lið Verzlunarskóla Íslands liði MR í undanúrslitum Gettu betur. Með sigri á FB í 16-liða og FSU í 8-liða úrslitum tryggðu þeir Egill, Gísli og Jakob sér þátttökurétt í undanúrslitum keppninnar og verður forvitnilegt að sjá hvernig leikar fara í kvöld. Viðureignin hefst klukkan 20:10 og er sjónvarpað beint á RÚV.

Nemendur úr 4. bekk heimóttu Handelsgymnasiet i Aarhus

Fjórðubekkingar lögðu land undir fót á dögunum og heimsóttu danska vini sína í Handelsgymnasiet i Aarhus. Um mikla menningarferð var að ræða þar sem nemendur heimsóttu Aros Kunstmuseum, Legoverksmiðjurnar í Billund, Kattekat-sjávarlíffræðisetrið og Randers regnskov. Gekk ferðin ákaflega vel og nutu nemendur mikillar gestrisni af hálfu danskra vina sinna og fjölskyldna þeirra. Höfðu sumir foreldrarnir… Read more »