Month: apríl 2012

Verzlunarskólinn Íslandsmeistari framhaldsskóla í skák

Verzlunarskólinn varð fyrir helgi Íslandsmeistari framhaldsskóla í skák. Lið Verzlunarskólans skipuðu þeir Hjörvar steinn Grétarsson (5-H), Patrekur Maron Magnússon (5-I), Jökull Jóhannsson (6-E) og Alexander Gautason (4-X). Þetta er frábær árangur hjá sveitinni, en alls tóku 40 ungmenni  þátt og er það metþátttaka á öldinni. Keppnin í ár var gríðarlega jöfn en eftir æsispennandi baráttu… Read more »

Afgreiðlsutími bókasafnsins 25. apríl – 13. maí

Vorpróf 2012 Vegna próflestrar verður afgreiðslutími safnsins frá 25. apríl til og með 13. maí eftirfarandi: Frá miðvikud. 25. apríl er opið: mánud. – fimmtud.     8:00– 22:00 föstudaga:      8:00 – 19:00 laugardaga:    10:00 – 19:00 sunnudaga:     10:00 – 22:00 Opið 1. maí 10-22.

Fyrirtækið Múltí valið besta fyrirtækið í Fyrirtækjasmiðju Ungra Frumkvöðla

Þriggja mánaða vinnu Fyrirtækjasmiðjunnar lauk s.l. föstudag með skemmtilegri uppskeruhátíð. 21 fyrirtæki úr 5 framhaldsskólum skiluðu umsókn í keppnina um besta fyrirtæki Fyrirtækjasmiðjunnar. Dómarar í keppninni voru þau Páll Á. Jónsson forstjóri Mílu ehf. og Sigríður Ingvarsdóttir framkvæmdastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Það var Fyrirtækið Múltí, sem var stofnað í janúar af nemendum í 6E, þeim Unni Véný… Read more »

Hagfræðinemendur heimsóttu Seðlabankann

Miðvikudaginn 28. mars fóru nemendur í 6. bekk á hagfræðibraut í heimsókn í Seðlabanka Íslands. Í heimsókninni fengu þeir fræðslu um hlutverk og starfsemi bankans. Þá fengu nemendur að skoða húsakynni bankans og fræðast um sögu bankastarfsemi á Íslandi. Nemendum gafst einnig kostur á að spyrja spurninga og sköpuðust líflegar umræður um hin ýmsu mál er… Read more »