Endurtektarpróf í júní 2012
Próftöflu endurtektarprófa er að finna undir Skólinn - Próftafla eða hér.
Signý Malín á leið á Ólympíuleikana í efnafræði
Signý Malín Pálsdóttir (6-U) er á leiðinni á Ólympíuleikana í efnafræði sem fara fram dagana 21. - 30. júlí.
Einkunnaafhending, prófsýning og útskrift
Mánudaginn 21. maí afhenda umsjónarkennarar í 3. og 5. bekk nemendum sínum einkunnaspjöldin frá klukkan 11:45 – 12:00. Afhendingin fer fram í heimastofum.
Þennan sama mánudag, verður prófsýning í öllum bekkjum á milli klukkan 12:15 og 13:30.
Miðvikudaginn 23. maí klukkan 10:00 afhendir skólastjóri verslunarprófsskírteinin við hátíðlega athöfn í Bláa sal.
Brautskráningin verður klukkan 14:00 í Háskólabíói laugardaginn 26. maí.
Kennarar óskast
Verzlunarskóli Íslands óskar að ráða kennara í eftirtaldar námsgreinar fyrir komandi skólaár:
• Raungreinar, tvær stöður.
• Íþróttir pilta.
• Saga.