20. jún. 2012 : Sumarlokun

Skrifstofur skólans verða lokaðar frá fimmtudeginum 21. júní til kl. 8:00 miðvikudaginn 8. ágúst.


Sumarönn fjarnáms stendur nú yfir og hægt er að hafa samband við fjarnámsstjóra með því að senda tölvupóst á fjarnam@verslo.is. Fjarnámspróf hefjast 8. ágúst. Sjá nánar próftöflu fjarnáms.


Skólinn verður settur 20. ágúst kl. 10:00 í hátíðarsal skólans.

17. jún. 2012 : Auglýst eftir kórstjóra

Auglýst er eftir kórstjóra fyrir nýstofnaðan kór Verzlunarskólans. Vinsamlegast hafið samband fyrir 21. júní við Elinóru Guðmundsdóttur í síma 865-7286. Einnig er hægt að senda tölvupóst á netfangið: eligud@verslo.is.

13. jún. 2012 : Úrvinnsla umsókna

Alls bárust 722 umsóknir um skólavist til skólans. Við erum afar ánægð og þakklát fyrir þann áhuga sem nemendur alls staðar af landinu sýna skólanum. 336 nemendur verða teknir inn í 3. bekk (fyrsta ár) og því ljóst að ekki verður pláss fyrir alla en um innritunarreglurnar má lesa hér.

Bréf verða send út til nýnema mánudaginn 25. júní.

6. jún. 2012 : Viðtalsfundir með skólastjórnendum og námsráðgjöfum

Skólastjórnendur og námsráðgjafar verða til viðtals fyrir 10. bekkinga og foreldra/forráðamenn þeirra þann 7. júní kl. 15:00 - 18:00 á Marmaranum á 2. hæð Verzlunarskólans.

4. jún. 2012 : Brautskráning stúdenta

Úhaskolabiotskrift Verzlunarskóla Íslands var haldin í Háskólabíói laugardaginn 26. maí sl. Alls útskrifuðust 312 nemendur. Flestir útskrifuðust af náttúrufræðibraut, fæstir af málabraut.