31. ágú. 2012 : Útskrift

P1010766Föstudaginn 31. ágúst útskrifuðust Þorgeir Vilberg Sigurðsson og Elínborg Harpa Önundardóttir með stúdentspróf frá Verzlunarskóla Íslands. Þorgeir útskrifaðist af náttúrufræðibraut, eðlisfræðisviði og Elínborg af félagsfræðabraut, alþjóðasviði.

28. ágú. 2012 : Hreyfing er málið

Lifsleikni_3T_24.8-038Eins og áður hefur komið fram tekur Verzlunarskóli Íslands þátt í átakinu um heilsueflandi framhaldsskóla og hlaut eins og frægt er orðið Gulleplið fyrir frammistöðu sína í átakinu í fyrra. Síðasta skólaár var áhersla lögð á bætt mataræði nemenda og starfsmanna en í ár verður áherslan lögð á hreyfingu.

23. ágú. 2012 : Verzlunarskólinn hlýtur Gulleplið 2012

 Gulleplið er sérstök viðurkenning til þess framhaldsskóla sem hefur skarað fram úr í heilsueflingu á hverju skólaári og í ár tilkynnti dómnefnd á vegum Embættis landlæknis að Verzlunarskóli Íslands hefði borið sigur úr býtum.

22. ágú. 2012 : Skólasetning 2012

Vi2Mánudaginn 20. ágúst var Verzlunarskóli Íslands settur í 108. skipti. 1236 nemendur eru skráðir í dagskóla þetta árið og því var margt um manninn í Bláa sal og á marmaranum þegar Ingi Ólafsson setti skólann. Af þessum 1236 nemendum eru 340 nýnemar.

20. ágú. 2012 : Nýir kennarar Verzlunarskólans haustið 2012

versloNokkuð er um breytingar á kennaraliði Verzlunarskólans þetta skólaárið. Alls létu fimm kennarar af störfum við skólann en 11 nýir bættust við.

13. ágú. 2012 : Skólasetning 20. ágúst 2012

Verzlunarskóli Íslands verður settur mánudaginn 20. ágúst klukkan 10:00.

Athöfnin fer fram í hátíðarsal skólans (Bláa sal) og er ætlast til þess að allir nemendur mæti tímanlega.

Vegna mikillar aðsóknar er afar mikilvægt að nýnemar mæti, að öðrum kosti geta þeir átt á hættu að verða af skólavist.

 

Bókalistann fyrir veturinn má finna undir flipanum „Nemendur“ en einnig er flýtivísun hér.

Sala á bókum og heftum sem ekki eru seld í bókabúðum fer fram í fundarherbergi á 3. hæð mánudaginn 20. ágúst kl. 11:00 - 15:00 og þriðjudaginn 21. ágúst kl. 8:30 – 13:00.

 

10. ágú. 2012 : SAT próf

verslo

Næstu SAT próf sem haldin verða í Verzlunarskólanum verða 6. október og 4. maí 2013.