SAT próf 3. nóvember
Þeir sem hyggjast þreyta SAT próf 3. nóvember nk. þurfa að mæta stundvíslega kl. 7:30 norðan megin við Verzlunarskólann (gegnt Borgarleikhúsinu).
Vinsamlegast athugið að skólinn er læstur og verður aðeins opnaður fyrir próftaka kl. 7:30.
Myndir frá framtíðarþingi VÍ
Þriðjudaginn 16. október fór framtíðarþing VÍ fram í íþróttasal skólans. Á þinginu ræddu nemendur og kennarar stefnumótun skólans til framtíðar. Alls tóku 260 manns þátt á þinginu en þeir Bjarni Snæbjörn Jónsson og Sigurjón Þórðarson aðstoðuðu við framkvæmdina.
Skólastarf St. George´s High School kannað
Fyrstu vikuna í október tóku fjórir nemendur fjórða bekkjar (Eyþór Eiríksson 4Y, Gylfi Tryggvason 4X, Harpa Stefánsdóttir 4R og Rakel Guðrún Óladóttir 4S) þátt í nemendaskiptum við St. George‘s High School á Rhode Island í Bandaríkjunum. Gistu þeir hjá kennurum og nemendum skólans og tóku þátt í skólastarfinu.
Framtíðarþing VÍ
Eins og aðrir framhaldsskólar stendur Verzlunarskóli Íslands á tímamótum. Stutt er í að ný lög um framhaldsskóla taki gildi, klukkutíma kennslustundir kalla á breyttar kennsluaðferðir og síðast en ekki síst hefur tækninni fleygt fram. Þriðjudaginn 16. október munu nemendur og kennarar sitja framtíðarþing VÍ til að ræða stefnumótun til framtíðar.
Bleikur föstudagur í Verzlunarskólanum

Eins og flestir vita er október mánuður Bleiku slaufunnar, árveknis- og fjáröflunarátaks Krabbameinsfélags Íslands gegn krabbameinum hjá konum. Að því tilefni voru landsmenn hvattir til að klæðast einhverju bleiku föstudaginn 12. október og lét Verzlunarskólinn ekki sitt eftir liggja í þeim efnum
VÍ-mr dagurinn
Í dag, föstudaginn, 5. október, munu nemendur Verzlunarskólans etja kappi við nemendur Menntaskólans í Reykjavík á svokölluðum VÍ-mr degi (sem MR-ingar kalla MR-ví daginn). Þessi dagur á sér tveggja áratuga sögu en upphaf hans má rekja til mikils rígs á milli skólanna, sérstaklega þegar VÍ var við Grundarstíg.
- Fyrri síða
- Næsta síða