Month: október 2012

Myndir frá framtíðarþingi VÍ

Þriðjudaginn 16. október fór framtíðarþing VÍ fram í íþróttasal skólans. Á þinginu ræddu nemendur og kennarar stefnumótun skólans til framtíðar. Alls tóku 260 manns þátt á þinginu en þeir Bjarni Snæbjörn Jónsson og Sigurjón Þórðarson aðstoðuðu við framkvæmdina. Meðfylgjandi eru myndir frá þinginu.                                                 

Hraði og hreyfing 17. október

Miðvikudaginn 17. október var kennt eftir stundaskrá Hraða og Hreyfingar. Þá er kennslustundin 40 mínútur hálfan daginn til að búa til pláss fyrir klukkutíma hreyfingu í síðasta tíma fyrir hádegi. Í síðustu skipulögðu hreyfingu var farið í göngutúr, en í þetta skiptið gátu nemendur og kennarar valið á milli þess að dansa, fara í snú… Read more »

Skólastarf St. George´s High School kannað

Fyrstu vikuna í október tóku fjórir nemendur fjórða bekkjar (Eyþór Eiríksson 4Y, Gylfi Tryggvason 4X, Harpa Stefánsdóttir 4R og Rakel Guðrún Óladóttir 4S) þátt í nemendaskiptum við St. George‘s High School á Rhode Island í Bandaríkjunum. Gistu þeir hjá kennurum og nemendum skólans og tóku þátt í skólastarfinu. Komið var við í Boston á leiðinni… Read more »

Framtíðarþing VÍ

Eins og aðrir framhaldsskólar stendur Verzlunarskóli Íslands á tímamótum. Stutt er í að ný lög um framhaldsskóla taki gildi, klukkutíma kennslustundir kalla á breyttar kennsluaðferðir og síðast en ekki síst hefur tækninni fleygt fram. Það er ljóst að skólinn mun breytast og þróast í takt við nýja tíma en það sem skiptir okkur mestu máli… Read more »