27. nóv. 2012 : Afgreiðslutími bókasafnsins og opnunartími tölvustofa í jólaprófunum

bokaNú er síðasta kennsluvikan hafin og prófin byrja á föstudaginn. Afgreiðslutími bóksasafnsins og opnunartími tölvustofa tímabilið 28. nóvember til og með 16. desember er eftirfarandi:

 

mánudaga – fimmtudaga: 8:00–22:00
föstudaga: 8:00–19:00
laugardaga: 10:00–19:00
sunnudaga: 10:00–22:00

27. nóv. 2012 : Ólöf Kristín sigraði í Vælinu

olofVælið, söngkeppni Verzlunarskóla Íslands, fór fram föstudaginn 23. nóvember sl. í Hörpunni. Óhætt er að fullyrða að keppnin hafi verið glæsileg og tekist vel í alla staði. Auk 13 söngatriða voru fjölmörg dans- og skemmtiatriði.

16. nóv. 2012 : Mælskukeppni á degi íslenskrar tungu

arniVerzlingar héldu upp á dag íslenskrar tungu með því að blása til keppninnar „Mælskasti maður og kímni“. Umræðupunktar komu úr öllum áttum en íslenskt mál bar auðvitað oft á góma á Marmaranum í tilefni dagsins. Keppendur voru 16 talsins og skemmtu þeir áhorfendum hið besta með mælsku sinni.

16. nóv. 2012 : Vælið í Hörpunni 23. nóvember

vaelidVælið, söngkeppni skólans verður haldin í Eldborgarsal Hörpunnar þann 23. nóvember næstkomandi. Ljóst er að mikið verður um dýrðir en Skemmtinefnd skólans hefur setið sveitt að undirbúningi dagsins síðustu vikur.

14. nóv. 2012 : Íþróttavika NFVÍ

dagskraitrNú stendur yfir íþróttavika NFVÍ. Í vikunni geta nemendur spreytt sig á ýmsum íþróttagreinum eins og t.d. bekkpressukeppni, bandí, borðtennis, hástökki, jóga o.fl.. Þá setja nemendur upp bæði tísku- og danssýningu.

10. nóv. 2012 : Stærðfræðideildin flytur í nýtt vinnuherbergi

innflÍ síðustu viku flutti stærðfræðideild skólans í nýtt vinnuherbergi. Gamla vinnuherbergi deildarinnar var við hliðina á matsal kennara en það nýja er í IBM stofunni á þriðju hæð.

9. nóv. 2012 : Baráttudagur gegn einelti

einelti

Fimmtudagurinn 8. nóvember var alþjóðlegur baráttudagur gegn einelti. Af því tilefni gáfu nemendur og kennarar gefa sér tíma til að ræða hörmulegar afleiðingar eineltis. Í tengslum við verkefnið hafa verið framleidd gul armbönd með skilaboðum um jákvæð samskipti sem var dreift á nemendur.

6. nóv. 2012 : Jól í skókassa

joliskokassa

Nemendur í 5-R taka í ár þátt í verkefninu Jól í skókassa. Jól í skókassa er alþjóðlegt verkefni á vegum KFUM & KFUK sem felst í því að gefa börnum sem lifa við fátækt, sjúkdóma eða aðra erfiðleika jólagjafir. Gjafirnar eru settar í skókassa og til þess að tryggja að öll börnin fái svipaða jólagjöf er mælst til að ákveðnir hlutir séu í hverjum kassa.

1. nóv. 2012 : Próftöflur komnar á netið

versloNú er endanleg próftafla dagskóla komin á netið. Hana má nálgast hér.

Endanleg próftafla fjarnáms er hér og prentvæn útgáfa er hér.