26. des. 2012 : Jólaleyfi og upphaf vorannar

versloSkólanum verður lokað frá 20. desember klukkan 16.00 og hann opnaður aftur föstudaginn 4. janúar klukkan 8.00. Skrifstofan verður opin frá klukkan 10.00 vegna fundahalda og verður engin kennsla þann dag.

 

Próftöflu endurtektarprófa má nálgast hér.

 

Ýtið á lesa meira fyrir upphaf vorannar.

21. des. 2012 : Útskrift 19. desember

utskriftMiðvikudaginn 19. desember voru 3 nemendur útskrifaðir með stúdentspróf frá frá Verzlunarskóla Íslands. Stúdentarnir eru þeir Guðmundur Birgisson, Ívar Bergþór Guðfinnsson og Ívar Örn Einarsson.

14. des. 2012 : Prófsýning og fall í áfanga

versloEinkunnir verða aðgengilegar nemendum í upplýsingakerfinu miðvikudaginn 19. desember klukkan 20.00. Prófsýningin verður fimmtudaginn 20. desember frá klukkan 11.30 til 13.00. Einkunnablöð verða ekki prentuð út en nemendur sem þurfa staðfest afrit af einkunnum sínum geta fengið slíka útprentun á skrifstofu skólans.

Smelltu á "lesa meira" til þess að fá upplýsingar um hvað gerist ef nemandi fellur í áfanga.