31. okt. 2012 : SAT próf 3. nóvember

Þeir sem hyggjast þreyta SAT próf 3. nóvember nk. þurfa að mæta stundvíslega kl. 7:30 norðan megin við Verzlunarskólann (gegnt Borgarleikhúsinu).

Vinsamlegast athugið að skólinn er læstur og verður aðeins opnaður fyrir próftaka kl. 7:30.

29. okt. 2012 : Svíar í heimsókn

sviarVikuna 7. – 12. október komu 28 nemendur frá bænum Falun í Svíþjóð í heimsókn í skólann. Heimsókn þeirra var liður í Nordplus verkefni sem Verzlunarskólinn og Lugnetgymnasiet eru þátttakendur í og ber yfirskriftina Business Culture, Entreprenouership and Educational practices.

25. okt. 2012 : Ferð nemenda til Sankti Pétursborgar í valgreininni Rússland: Saga og menning

rus2Fimmtíu og níu nemendur í valgreininni Rússland: Saga og menning, fóru í fimm daga vettvangsferð til Sankti Pétursborgar á dögunum 17. til 22. október. Rússneska utanríkisráðuneytið og utanríkismálaskrifstofa Sankti Pétursborgar var hópnum innan handar og greiddu götu hans í ferðinni.

24. okt. 2012 : Fjórir Evrópumeistarar í Verzlunarskólanum

fimleikarEins og alþjóð veit varð íslenska landsliðið í hópfimleikum Evrópumeistari í greininni um helgina, bæði í kvenna- og stúlknaflokki. Verzlunarskólinn átti fjóra fulltrúa, þrjár í kvennaliðinu og eina í stúlknaliðinu.

19. okt. 2012 : Myndir frá framtíðarþingi VÍ

IMG_4366Þriðjudaginn 16. október fór framtíðarþing VÍ fram í íþróttasal skólans. Á þinginu ræddu nemendur og kennarar stefnumótun skólans til framtíðar. Alls tóku 260 manns þátt á þinginu en þeir Bjarni Snæbjörn Jónsson og Sigurjón Þórðarson aðstoðuðu við framkvæmdina.

18. okt. 2012 : Hraði og hreyfing 17. október

Miðvikudaginn 17. október var kennt eftir stundaskrá Hraða og Hreyfingar. Þá er kennslustundin 40 mínútur hálfan daginn til að búa til pláss fyrir klukkutíma hreyfingu í síðasta tíma fyrir hádegi.

17. okt. 2012 : Skólastarf St. George´s High School kannað

usa1Fyrstu vikuna í október tóku fjórir nemendur fjórða bekkjar (Eyþór Eiríksson 4Y, Gylfi Tryggvason 4X, Harpa Stefánsdóttir 4R og Rakel Guðrún Óladóttir 4S) þátt í nemendaskiptum við St. George‘s High School á Rhode Island í Bandaríkjunum. Gistu þeir hjá kennurum og nemendum skólans og tóku þátt í skólastarfinu.

15. okt. 2012 : Framtíðarþing VÍ

Vi2Eins og aðrir framhaldsskólar stendur Verzlunarskóli Íslands á tímamótum. Stutt er í að ný lög um framhaldsskóla taki gildi, klukkutíma kennslustundir kalla á breyttar kennsluaðferðir og síðast en ekki síst hefur tækninni fleygt fram. Þriðjudaginn 16. október munu nemendur og kennarar sitja framtíðarþing VÍ til að ræða stefnumótun til framtíðar.

12. okt. 2012 : Bleikur föstudagur í Verzlunarskólanum

pink

Eins og flestir vita er október mánuður Bleiku slaufunnar, árveknis- og fjáröflunarátaks Krabbameinsfélags Íslands gegn krabbameinum hjá konum. Að því tilefni voru landsmenn hvattir til að klæðast einhverju bleiku föstudaginn 12. október og lét Verzlunarskólinn ekki sitt eftir liggja í þeim efnum

11. okt. 2012 : Miðannarmatið

nynema3_vefurFöstudaginn 12. október fá forráðamenn nemenda aðgang að miðannarmati í gegnum foreldraaðganginn á verslo.is. Tilgangurinn með mati á miðri önn er að gefa nemanda og forráðamönnum hans upplýsingar um námslega stöðu nemandans miðað við vinnuframlag hans.

8. okt. 2012 : Vel heppnaðar ferðir til Berlínar og Madrídar

tysk1Nýlega fóru tveir hópar nemenda á Alþjóða- og Málabraut í heimsókn til Berlínar annars vegar og Madrídar hins vegar. Í ferðunum kynntust nemendur menningu, sögu og listum borganna og þóttu báðar ferðirnar heppnast mjög vel. Meðfylgjandi eru frásagnir úr ferðunum auk nokkurra mynda.

5. okt. 2012 : VÍ-mr dagurinn

mr1Í dag, föstudaginn, 5. október, munu nemendur Verzlunarskólans etja kappi við nemendur Menntaskólans í Reykjavík á svokölluðum VÍ-mr degi (sem MR-ingar kalla MR-ví daginn). Þessi dagur á sér tveggja áratuga sögu en upphaf hans má rekja til mikils rígs á milli skólanna, sérstaklega þegar VÍ var við Grundarstíg.

Síða 2 af 7