28. ágú. 2012 : Hreyfing er málið

Lifsleikni_3T_24.8-038Eins og áður hefur komið fram tekur Verzlunarskóli Íslands þátt í átakinu um heilsueflandi framhaldsskóla og hlaut eins og frægt er orðið Gulleplið fyrir frammistöðu sína í átakinu í fyrra. Síðasta skólaár var áhersla lögð á bætt mataræði nemenda og starfsmanna en í ár verður áherslan lögð á hreyfingu.

23. ágú. 2012 : Verzlunarskólinn hlýtur Gulleplið 2012

 Gulleplið er sérstök viðurkenning til þess framhaldsskóla sem hefur skarað fram úr í heilsueflingu á hverju skólaári og í ár tilkynnti dómnefnd á vegum Embættis landlæknis að Verzlunarskóli Íslands hefði borið sigur úr býtum.

22. ágú. 2012 : Skólasetning 2012

Vi2Mánudaginn 20. ágúst var Verzlunarskóli Íslands settur í 108. skipti. 1236 nemendur eru skráðir í dagskóla þetta árið og því var margt um manninn í Bláa sal og á marmaranum þegar Ingi Ólafsson setti skólann. Af þessum 1236 nemendum eru 340 nýnemar.

20. ágú. 2012 : Nýir kennarar Verzlunarskólans haustið 2012

versloNokkuð er um breytingar á kennaraliði Verzlunarskólans þetta skólaárið. Alls létu fimm kennarar af störfum við skólann en 11 nýir bættust við.

13. ágú. 2012 : Skólasetning 20. ágúst 2012

Verzlunarskóli Íslands verður settur mánudaginn 20. ágúst klukkan 10:00.

Athöfnin fer fram í hátíðarsal skólans (Bláa sal) og er ætlast til þess að allir nemendur mæti tímanlega.

Vegna mikillar aðsóknar er afar mikilvægt að nýnemar mæti, að öðrum kosti geta þeir átt á hættu að verða af skólavist.

 

Bókalistann fyrir veturinn má finna undir flipanum „Nemendur“ en einnig er flýtivísun hér.

Sala á bókum og heftum sem ekki eru seld í bókabúðum fer fram í fundarherbergi á 3. hæð mánudaginn 20. ágúst kl. 11:00 - 15:00 og þriðjudaginn 21. ágúst kl. 8:30 – 13:00.

 

10. ágú. 2012 : SAT próf

verslo

Næstu SAT próf sem haldin verða í Verzlunarskólanum verða 6. október og 4. maí 2013.

20. jún. 2012 : Sumarlokun

Skrifstofur skólans verða lokaðar frá fimmtudeginum 21. júní til kl. 8:00 miðvikudaginn 8. ágúst.


Sumarönn fjarnáms stendur nú yfir og hægt er að hafa samband við fjarnámsstjóra með því að senda tölvupóst á fjarnam@verslo.is. Fjarnámspróf hefjast 8. ágúst. Sjá nánar próftöflu fjarnáms.


Skólinn verður settur 20. ágúst kl. 10:00 í hátíðarsal skólans.

17. jún. 2012 : Auglýst eftir kórstjóra

Auglýst er eftir kórstjóra fyrir nýstofnaðan kór Verzlunarskólans. Vinsamlegast hafið samband fyrir 21. júní við Elinóru Guðmundsdóttur í síma 865-7286. Einnig er hægt að senda tölvupóst á netfangið: eligud@verslo.is.

13. jún. 2012 : Úrvinnsla umsókna

Alls bárust 722 umsóknir um skólavist til skólans. Við erum afar ánægð og þakklát fyrir þann áhuga sem nemendur alls staðar af landinu sýna skólanum. 336 nemendur verða teknir inn í 3. bekk (fyrsta ár) og því ljóst að ekki verður pláss fyrir alla en um innritunarreglurnar má lesa hér.

Bréf verða send út til nýnema mánudaginn 25. júní.

6. jún. 2012 : Viðtalsfundir með skólastjórnendum og námsráðgjöfum

Skólastjórnendur og námsráðgjafar verða til viðtals fyrir 10. bekkinga og foreldra/forráðamenn þeirra þann 7. júní kl. 15:00 - 18:00 á Marmaranum á 2. hæð Verzlunarskólans.

4. jún. 2012 : Brautskráning stúdenta

Úhaskolabiotskrift Verzlunarskóla Íslands var haldin í Háskólabíói laugardaginn 26. maí sl. Alls útskrifuðust 312 nemendur. Flestir útskrifuðust af náttúrufræðibraut, fæstir af málabraut.

31. maí 2012 : Endurtektarpróf í júní 2012

Próftöflu endurtektarprófa er að finna undir Skólinn - Próftafla eða hér.

Síða 4 af 7