24. jan. 2013 : Foreldraviðtöl

nynema3_vefurMiðvikudaginn 30. janúar n.k. verður foreldrum og forráðamönnum 3. og 4. bekkinga boðið að koma í viðtöl hjá umsjónarkennurum. Áætlað er að hvert viðtal taki ekki lengri tíma en 10 mín. og verður foreldrum boðið að koma á milli 12:50 og 18:00.

11. jan. 2013 : Skráning í fjarnám á vorönn

versloSkráning í fjarnám á vorönn 2013 stendur yfir dagana 8. - 21. janúar. Skráningarsíðuna má nálgast hér.

 

Smellið á tenglana fyrir frekari upplýsingar um: 
Áfanga sem í boði eru
Bókalistann

4. jan. 2013 : Endurtektarpróf og bóksala

a1Endurtektarprófin verða 8. – 11. janúar eftir að kennslu lýkur. Nemendur sem þurfa að þreyta próf fá ekki leyfi. Allir nemendur sem féllu í 1 – 3 fögum eru sjálfkrafa skráðir í þau og verður gert ráð fyrir þeim í prófið. Athugið að greiða þarf prófgjald áður en farið er í prófið (ekki er tekið við korti á skrifstofu skólans). Nemendur hafi skilríki meðferðis í prófið. Próftöfluna má nálgast hér.

 

Bóksalan verður opin frá klukkan 8 til 13 mánudaginn 7. og þriðjudaginn 8. janúar. Bókalistana má nálgast hér.