Gettu betur og MORFÍs föstudaginn 1. mars
Lið Verzlunarskólans í Gettu betur og MORFÍs verða bæði í eldlínunni föstudaginn 1. mars. Gettu betur liðið mætir liði FG klukkan 20:00 í útvarpshúsinu en MORFÍs liðið mætir MS klukkan 21:00 í húsakynnum MS.
Nemendur í 3. bekk velja sér námsbrautir
Nú er komið að því að nemendur í 3. bekk velji sér námsbrautir og nemendur á náttúru- og viðskiptabraut velji sér svið innan sinnar brautar. Kjósi nemendur að skipta um svið þurfa þeir að fara inn á „sviðsskráningu“ á upplýsingakerfinu og velja það svið sem þeir vilja fara á.
Hægt verður að skipta um svið til klukkan 23:59 mánudaginn 25. febrúar en eftir þann tíma getur verið erfitt að fá að breyta.
Verzlingar gera það gott
Helgina 8.-9. febrúar fór fram svokölluð UT-messa í Hörpunni. Á messunni eru kynningar á nýjustu tækni ýmissa fyrirtækja auk fjölmargra fyrirlestra. Í ár var einnig haldin „hakkarakeppni“ (hackathon) sem þeir félagar Kristján Ingi og Ragnar Þór í 6-X gerðu sér lítið fyrir og sigruðu. Hér má nálgast umfjöllun um keppnina.
Metfjöldi á opnu húsi
Miðvikudaginn 13. febrúar stóð Verzlunarskóli Íslands fyrir opnu húsi fyrir grunnskólanemendur þar sem áhugasamir gátu kynnt sér námið og aðstæður skólans áður en forinnritun hefst. Viðtökurnar við opna húsinu hafa alltaf verið góðar en líklega hafa aldrei fleiri mætt en þetta árið.
Metfjöldi á opnu húsi
Miðvikudaginn 13. febrúar stóð Verzlunarskóli Íslands fyrir opnu húsi fyrir grunnskólanemendur þar sem áhugasamir gátu kynnt sér námið og aðstæður skólans áður en forinnritun hefst. Viðtökurnar við opna húsinu hafa alltaf verið góðar en líklega hafa aldrei fleiri mætt en þetta árið.
Opið hús í Verzlunarskóla Íslands
Nemendamót VÍ 2013
Fyrsti fimmtudagur febrúarmánaðar er ævinlega stór dagur í lífi Verzlinga en þann dag fer árlegt Nemendamót VÍ fram. Nemendamótsdagurinn er órjúfanlegur hluti skólans og hefðin sem honum fylgir mikil. Þessi dagur er hápunktur félagslífsins og eðlilega miklar væntingar sem honum fylgja.