Páskafrí
Skólinn verður lokaður í páskafríinu, frá 25. mars til 2. apríl. Kennsla hefst aftur samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 3. apríl.
Gleðilega páska!
Próftaflan komin á netið
Próftaflan fyrir vorprófin 2013 er komin á netið. Hana má nálgast hérna.
Nemendur VÍ heimsóttu Berlín
25 nemendur í valáfanganum Kulturstadt Berlin 333 dvöldu í Berlín 15. – 18. mars síðastliðinn. Ferðin tókst í alla staði mjög vel. Nemendur fóru m.a. upp í kúpulinn á Reichstag (þinghúsinu) og í Fernsehturm (sjónvarpsturninn) þar sem þeir fengu dásamlegt útsýni yfir borgina.
Smellið á lesa meira til að sjá myndir úr ferðinni.
Verzlunarskólinn í úrslit MORFÍs, úr leik í Gettu betur
Laugardaginn 16. mars sl. mætti lið Verzlunarskóla Íslands liði MR í Gettu betur. Eftir jafna byrjun, þar sem munaði tveimur stigum á liðunum eftir hraðaspurningarnar, fór það svo að MR fékk 27 stig en VÍ 20.
MORFÍs lið Verzlunarskólans komst á mánudaginn í úrslit keppninnar þegar það lagði lið MR í æsispennandi keppni.
Tvenn bronsverðlaun hjá Versló í Forritunarkeppni framhaldsskólanna 2013
Síðastliðinn laugardag 16. mars fór fram Forritunarkeppni framhaldsskólanna í húsakynnum Háskólans í Reykjavík í Nauthólsvík. Til marks um vaxandi áhuga á forritun þá var metþátttaka í fyrra og aftur í ár en 47 lið tóku þátt að þessu sinni. Styrktaraðili keppninnar var Nýherji, sem líkt og sl. 3 ár sá um verðlaun og uppihald keppenda. Þrjú lið kepptu fyrir hönd Versló í keppninni þetta árið.
Nemendur í 4. og 5. bekk velja sér valgreinar
Lokafrestur fyrir nemendur í 4. og 5. bekk til að velja sér valgreinar fyrir næsta skólaár er sunnudagurinn 17. mars. Mikilvægt er að lesa áfangalýsingar vel og vanda valið. Þegar fjöldinn verður of mikill í áfanga verður valið af handahófi úr þeim hópi sem sótti um áfangann og þeir sem verða ekki valdir fara þá sjálfkrafa í annað eða þriðja val.
Grímuballi kvöldsins frestað
Grímuballinu, sem átti að fara fram á Rúbín í kvöld, hefur verið frestað vegna veðurs. Kennslan á morgun, fimmtudaginn 7. mars, hefst klukkan 9:30 og eru nemendur vinsamlegast beðnir um að sýna fyrirhyggju því búast má við að umferð gangi hægt.
Miðannarmat
Föstudaginn 1. mars fá forráðamenn nemenda aðgang að miðannarmati í gegnum foreldraaðganginn á heimasíðu skólans.
Tilgangurinn með mati á miðri önn er að gefa nemanda og forráðamönnum hans upplýsingar um námslega stöðu nemandans miðað við vinnuframlag hans. Matið er ekki hluti af lokaeinkunn en er m.a. ætlað að gefa nemendum vísbendingar um hvers vænta megi í lokaeinkunn áfangans haldi þeir áfram á sömu braut.