Month: maí 2013

Vefpóstur

Verið er að taka nýjan póstþjón, mail.www.verslo.is, í notkun í stað postur.www.verslo.is. Afritun á pósthólfum á milli póstþjóna tekur nokkra daga. Á meðan á því stendur fá notendur sem komnir eru á nýja póstþjóninn upp vefsíðu þar sem þeir eru beðnir að smella á mail.www.verslo.is. Þegar smellt er á þessa slóð þá kemur upp vefsíða þar sem notandinn þarf… Read more »

Brautskráning stúdenta

Brautskráning stúdenta frá Verzlunarskólanum fór fram laugardaginn 25. maí við hátíðlega athöfn í Háskólabíói. Að þessu sinni brautskráðist 281 nemandi frá Verzlunarskólanum, 274 úr dagskóla og 7 úr fjarnámi. Í útskriftarhópnum voru 174 stúlkur og 107 piltar. Skólastjóri flutti nemendum kveðjuorð sín og í þeim hvatti hann meðal annars nemendur til þess að hafa fulla… Read more »

Brautskráning verslunarprófsnema 22.05.2013

Miðvikudaginn 22. maí voru brautskráðir 251 verslunarprófsnemar að loknu 108. starfsári skólans. 249 nemanna koma úr dagskóla en tveir úr fjarnámi. Tveir af þessum nemendum eru með 1. ágætis einkunn. Einar Gunnlaugsson, 4-H, var með hæstu aðaleinkunn á verslunarprófi árið 2013. Nemendur sem hlutu 25.000 kr. úr verðlaunasjóði Björgúlfs Stefánssonar fyrir að ná bestum árangri á verslunarprófi:… Read more »

Bjarki Þór vann Ipad mini

Eins og undanfarin ár hafa þeir nemendur sem eru ekki undir áhrifum áfengis og blása í áfengismæli á böllum vetrarins farið í svokallaðan edrúpott. Potturinn á hverju balli telur c.a. 300 nemendur og eftir hvert ball eru nokkur nöfn dregin úr pottinum og hljóta þeir heppnu í hvert skipti vinning. Í lok árs er svo öllum… Read more »

Prófsýning og fall í áfanga

Fall í áfanga Því miður gerist það á hverju ári að nemendur ná ekki þeim kröfum sem til þeirra eru gerðar í áföngum og þá er mikilvægt að þeir og foreldrar þeirra kynni sér vel hvaða reglur eiga við þegar nemandi fellur í áfanga. Í meginatriðum gerist eftirfarandi: Nemendur sem falla á vorönn (maí) verða… Read more »

Brautskráning stúdenta

Brautskráning stúdenta fer fram í Háskólabíói þann 24. maí næstkomandi. Athöfnin hefst klukkan 13:00 (stúdentsefni mæta klukkan 12:15) og má reikna með að hún standi yfir í tvo tíma. Að brautskráningu lokinni ganga stúdentar að aðalbyggingu Háskóla Íslands þar sem tekin verður mynd af hópnum. Gera má ráð fyrir því að það taki u.þ.b. hálftíma.