29. maí 2013 : Próftafla fyrir endurtektarprófin

Vi2Endurtektarprófin fara fram 3., 4. og 5. júní klukkan 9:00. Próftöflu prófanna má nálgast hér.

29. maí 2013 : Vefpóstur

Verið er að taka í notkun nýjan póstþjón sem heitir mail.verslo.is í stað postur.verslo.is. Afritun á pósthólfum á milli póstþjóna tekur nokkra daga. Á meðan á því stendur fá notendur sem komnir eru á nýja póstþjóninn upp vefsíðu þar sem þeir eru beðnir að smella á mail.verslo.is (rauðletrað). Þegar smellt er á þessa slóð þá kemur upp vefsíða þar sem notandinn þarf að skrá sig inn. Athugið að viðmótið er aðeins breytt.

 

Þegar búið er að flytja alla á nýja póstþjóninn þá dettur þessi krókaleið út og notendur fara beint á mail.verslo.is þegar þeir skrá sig á vefpóstinn á verslo.is.

 

Slóðin á vefpóstinn verður eftirleiðis: https://mail.verslo.is/owa

 

Þau sem hafa stillt snjallsíma og spjaldtölvur til að taka við póstinum beint þurfa að breyta tilvísuninni í póstþjón í mail.verslo.is úr postur.verslo.is. Í sumum stýrikerfum er hægt að uppfæra þessa stillingu en í öðrum þarf að eyða stillingunni fyrir póstinn út og setja inn aftur með réttum póstþjóni.

 

Hafið samband við thordur@verslo.is eða snorri@verslo.is ef vandamál koma upp.

26. maí 2013 : Brautskráning stúdenta

img_5Brautskráning stúdenta frá Verzlunarskólanum fór fram laugardaginn 25. maí við hátíðlega athöfn í Háskólabíói. Að þessu sinni brautskráðist 281 nemandi frá Verzlunarskólanum, 274 úr dagskóla og 7 úr fjarnámi. Í útskriftarhópnum voru 174 stúlkur og 107 piltar.
Skólastjóri flutti nemendum kveðjuorð sín og í þeim hvatti hann meðal annars nemendur til þess að hafa fulla vitund í samtíð sinni og að njóta augnabliksins. Það mun auðvelda þeim leitina að lífsgæðunum og þannig fara þeir síður á mis við tækifærin í kringum sig.

24. maí 2013 : Brautskráning verslunarprófsnema 22.05.2013

IMG_0251Miðvikudaginn 22. maí voru brautskráðir 251 verslunarprófsnemar að loknu 108. starfsári skólans. 249 nemanna koma úr dagskóla en tveir úr fjarnámi. Tveir af þessum nemendum eru með 1. ágætis einkunn. Einar Gunnlaugsson, 4-H, var með hæstu aðaleinkunn á verslunarprófi árið 2013.

Smellið á lesa meira til að sjá alla verðlaunahafa dagsins.

23. maí 2013 : Bjarki Þór vann Ipad mini

bjarkiEins og undanfarin ár hafa þeir nemendur sem eru ekki undir áhrifum áfengis og blása í áfengismæli á böllum vetrarins farið í svokallaðan edrúpott. Potturinn á hverju balli telur c.a. 300 nemendur og eftir hvert ball eru nokkur nöfn dregin úr pottinum og hljóta þeir heppnu í hvert skipti vinning.

Í lok árs er svo öllum pottunum blandað saman og úr honum dregið eitt nafn nemanda sem hlýtur stærsta vinning ársins. Í ár var Ipad mini í verðlaun og var það Bjarki Þór Hilmarsson, 3-F, sem var dreginn út.

21. maí 2013 : Prófsýning og fall í áfanga

Eversloinkunnir eru nú aðgengilegar nemendum í upplýsingakerfinu. Prófsýningin verður í dag, þriðjudaginn 21. maí, frá klukkan 12.15 til 13.30. Einkunnablöð verða ekki prentuð út en nemendur sem þurfa staðfest afrit af einkunnum sínum geta fengið slíka útprentun á skrifstofu skólans.

Námsráðgjafar hafa nú haft samband við alla þá nemendur sem ekki hafa náð tilskildum einingafjölda til þess að hljóta verslunarpróf eða detta út úr skóla vegna falls á árinu.

Smellið á lesa meira til að sjá reglur sem eiga við þegar nemandi fellur í áfanga.