Brautskráning stúdenta frá Verzlunarskólanum fór fram föstudaginn 30. ágúst við hátíðlega athöfn í skólanum. Að þessu sinni brautskráðust 5 nemendur, 4 með stúdentspróf og 1 með verslunarpróf.
Á myndinni eru (frá vinstri) Björn Kristján Bragason, Andrea Diljá Edvinsdóttir, Auður Harpa Andrésdóttir, Sigurður Hrannar Björnsson, Sveindís Lea Pétursdóttir og Þorkell Diego yfirkennari.
Skólinn óskar þessum nemendum og fjölskyldum þeirra til hamingju með árangurinn.
SAT próf verða haldin 5. október og 2. nóvember í Verzlunarskóla Íslands. Próftakar eru vinsamlegast beðnir um að mæta kl. 7:30 norðan megin við húsið með útprentaða staðfestingu á skáningu í prófið, skilríki og blýanta (HB=2).
Verzlunarskóli Íslands var settur síðastliðinn miðvikudag í 109. sinn. 1259 nemendur eru skráðir í dagskóla á þessari önn og því var margt um manninn í Bláa sal og á Marmaranum þegar Ingi Ólafsson skólastjóri setti skólann.
Verzlunarskóli Íslands verður settur miðvikudaginn 21. ágúst klukkan 10:00. Athöfnin fer fram í hátíðarsal skólans (Bláa sal) og er ætlast til þess að allir nemendur mæti tímanlega. Vegna mikillar aðsóknar er afar mikilvægt að nýnemar mæti, að öðrum kosti geta þeir átt á hættu að verða af skólavist. Bókalistann fyrir veturinn má finna undir flipanum „Nemendur“ en einnig er flýtivísun
hér. Sala á bókum og heftum sem ekki eru seld í bókabúðum fer fram í fundarherbergi á 3. hæð miðvikudaginn 21. ágúst kl. 11 - 15 og fimmtudaginn 22. ágúst kl. 8:30 – 13.