Month: ágúst 2013

Brautskráning

Brautskráning stúdenta frá Verzlunarskólanum fór fram föstudaginn 30. ágúst við hátíðlega athöfn í skólanum. Að þessu sinni brautskráðist 5 nemendu, 4 með stúdentspróf og 1 með verslunarpróf.   Á myndinni eru (frá vinstri) Björn Kristján Bragason, Andrea Diljá Edvinsdóttir, Auður Harpa Andrésdóttir, Sigurður Hrannar Björnsson, Sveindís Lea Pétursdóttir og Þorkell Diego yfirkennari. Skólinn óskar þessum… Read more »

SAT próf 5. október og 2. nóvember

SAT próf verða haldin 5. október og 2. nóvember í Verzlunarskóla Íslands. Próftakar eru vinsamlegast beðnir um að mæta kl. 7:30 norðan megin við húsið með útprentaða staðfestingu á skáningu í prófið, skilríki og blýanta (HB=2).

Verzlunarskólinn settur

Verzlunarskóli Íslands var settur síðastliðinn miðvikudag í 109. sinn. 1259 nemendur eru skráðir í dagskóla á þessari önn og því var margt um manninn í Bláa sal og á Marmaranum þegar Ingi Ólafsson skólastjóri setti skólann. Í ár innrituðust 312 nýnemar og skipast þeir í ellefu bekki. Í setningaræðu sinni kom skólastjóri inn á breyttar… Read more »

Skólasetning 21. ágúst 2013

Verzlunarskóli Íslands verður settur miðvikudaginn 21. ágúst klukkan 10:00. Athöfnin fer fram í hátíðarsal skólans (Bláa sal) og er ætlast til þess að allir nemendur mæti tímanlega. Vegna mikillar aðsóknar er afar mikilvægt að nýnemar mæti, að öðrum kosti geta þeir átt á hættu að verða af skólavist. Bókalistann fyrir veturinn má finna undir flipanum… Read more »