26. sep. 2013 : Aðalfundur Foreldrafélags Verzlunarskóla Íslands

Aðalfundur Foreldrafélags Verzlunarskóla Íslands verður haldinn 3. okt. kl. 20:00 í Bláa sal skólans.

23. sep. 2013 : Comeniusarsamstarfsverkefni

Verzlunarskólinn tekur þátt í ýmsum fjöllanda verkefnum og eitt þeirra er tveggja ára verkefni sem styrkt af Comeniusarstyrkjakerfi Evrópusambandsins. Þema verkefnisins er kynjajafnrétti og jafnrétti samkynhneigðra og minnihlutahópa.

20. sep. 2013 : Esjuganga

Esja3

Stór hópur nemenda í 5. og 6. bekk gekk á Esjuna í blíðskaparveðri á fimmtudaginn. Nemendurnir voru í fylgd íþróttakennara og er gangan hluti af námsefni þeirra.

16. sep. 2013 : Gengið til geðræktar

Enn og aftur höfum vér Verzlingar ástæðu til að vera geðgóðir og glaðir því nú er komið að haustgöngutúrnum okkar. Allir nemendur og starfsmenn ætla út að ganga og njóta saman veðurblíðunnar í góðum félagsskap á morgun, þriðjudag.

13. sep. 2013 : Hjólum í skólann

hjolad_i_skolannÁ mánudaginn hefst hvatningarverkefnið HJÓLUM Í SKÓLANN og eru allir hvattir til þess að taka þátt í því og skrá sig á http://www.hjolumiskolann.is . Auðvitað er þetta allt í þágu hreyfingar, heilsu og allt það og auðvitað virðum við Ólympíuandann og allt svoleiðis … en þetta er líka keppni og hana ætlum við vinna.

12. sep. 2013 : Fyrsta ball vetrar

Biðröð eftir miðumNýnemaballið, sem fram fór í Kaplakrika í gær, var eitt það stærsta sem haldið hefur verið í nafni skólans en alls voru um 1600 miðar seldir inn á það. Ballið tókst afar vel og vill skólinn koma til skila þakklæti til allra sem að því komu.

11. sep. 2013 : Fjöldi nemenda í VÍ

Nú er skólastarfið komið í fullan gang og allir komnir  á sinn stað. Á haustönninni þetta árið eru 1248 nemendur í dagskólanum sem skiptast í 49 bekkjardeildir. Drengir eru 525 talsins og stúlkur 723.

9. sep. 2013 : Nýnemaball í Kaplakrika

Nemendafélagið stendur fyrir dansleik miðvikudaginn 11. september. Ballið verður í Kaplakrika og stendur frá klukkan 22:00 til 01:00.

Nýnemaballið er með stærri dansleikjum vetrarins og mikil stemning fyrir því. Flestir bekkir hittast fyrr um kvöldið í heimahúsum og beinum við þeim tilmælum til foreldra og forráðamanna að leyfa hvorki eftirlitslaus partí né meðferð áfengis.

Undanfarin ár hafa dansleikir okkar farið mjög vel fram og nemendur verið til fyrirmyndar í alla staði. Til þess að forðast allan troðning fyrir utan staðinn eiga nemendur að mæta skv. eftirfarandi tímatöflu:

3. bekkur mætir milli 22:00-22:30 og blæs í áfengismæli.
4. bekkur mætir milli 22:30-23:00
5. bekkur mætir milli 23:00-23:30
6. bekkur mætir milli 23:00-23:30 og húsið lokar stundvíslega klukkan 24:00.

Edrúpotturinn verður á sínum stað. Athugið að skóli hefst klukkan 9:35 daginn eftir.

6. sep. 2013 : Upplýsingar vegna ferðar nýnema til Stokkseyrar

Þegar komið er í skólann fara nemendur með allan farangur inn í Bláa sal og geyma hann þar. Salurinn verður læstur á meðan þið eruð í tímum. Munið að merkja allt vel.

Þegar vígslan er búin á Marmaranum á að sækja farangurinn en skilja skóladótið eftir og við læsum salnum. Munið síðan að taka skólatöskurnar með heim á laugardaginn. Þá er engin afsökun fyrir að læra ekki heima fyrir mánudaginn.

Gert er ráð fyrir að koma í bæinn aftur um klukkan 13:30 á laugardaginn.

Rúturnar, sem verða hjá Borgarleikhúsinu, verða merktar eftir bekkjum.

Það sem taka þarf með í ferðina:

·         Dýna

·         Sæng/svefnpoki

·         Útiföt

·         Nesti (fáið kvöldverð og morgunverð en gott er að hafa eitthvað með sér sem millimál)

·         Sundföt fyrir þá sem vilja fara í sund

·         Góða skapið

Við hlökkum til að sjá ykkur.

Kær kveðja,
Skemmtinefnd Verzló

2. sep. 2013 : Kynningarfundur fyrir foreldra og forráðamenn nýnema

skoliForeldrafundur fyrir foreldra/forráðamenn nýnema verður haldinn í skólanum miðvikudaginn 4. september nk. kl. 20:00.  Dagskráin verður með hefðbundnu sniði þar sem Ingi fer í stuttu máli yfir ýmis atriði sem lúta að námi við skólann. Einnig mun foreldrafélagið kynna sín störf og forseti NFVÍ segja nokkur orð. Stjórnendur skólans, námsráðgjafar, forvarna- og félagslífsfulltrúar og fulltrúar frá stjórn nemendafélagsins munu sitja fyrir svörum og að því loknu verður foreldrum og forráðamönnum boðið að hitta umsjónarkennara í kennslustofum.