31. okt. 2013 : Ball í Gullhömrum

Nemendafélagið stendur fyrir balli í kvöld í Gullhömrum. Eins og áður hvetur skólinn foreldra til þess að leyfa ekki eftirlitslaus partí í heimahúsum.

28. okt. 2013 : Nýútskrifaðir Verzlingar gera það gott

Sigríður María Egilsdóttir flutti ræðu á 100 Women, ráðstefnu BBC um framtíðarmarkmið kvenna. Ræða hennar hefur vakið mikla athygli og hún fengið mikið lof fyrir. Sigríður María lagði áherslu á mikilvægi menntunar ungra stúlkna og sagði að menntun væri lykillinn að sjálfstæði.

25. okt. 2013 : Upplestrarhátíð á Borgarbókasafni fyrir framhaldsskóla

FimLjóðaupplesturmtudaginn 24. október var haldin upplestrarhátíð á Borgarbókasafni fyrir framhaldsskóla í tilefni Lestrarhátíðar sem Reykjavík bókmenntaborg UNESCO stendur fyrir árlega í október.

24. okt. 2013 : Bingó

Í kvöld mun Góðgerðarráð Verzlunarskóla Íslands halda hið árlega bingó þar sem veglegir vinningar eru í boði. Bingóið er liður í söfnun Góðgerðarráðsins fyrir skóla í Faisalabad í Pakistan og mun allur góði renna óskiptur þangað.

17. okt. 2013 : Bekkur mánaðarins

Bekkur septembermánaðar er 5-A. Bekkurinn gengur vel um stofuna sína og mæting er góð. Nemendur eru jákvæðir til vinnu og öll samskipti við þá eru þess eðlis að kennarar njóta samverunnar með þeim.

13. okt. 2013 : Frakklandsferð

Dagana 4. til 11. október fóru 29 nemendur úr 5. bekk til Frakklands og dvöldu þar í viku.  Byrjað var á því að endurgjalda heimsókn 29 franskra ungmenna sem komu hingað til lands síðastliðið vor frá menntaskólanum Lycée Fulbert í Chartres.  Dvöldu íslensku ungmennin á frönskum heimilum meðan á heimsókn þeirra til Chartres stóð.

11. okt. 2013 : Miðannarmat

Miðannarmat haustannar 2013 verður aðgengilegt í upplýsingakerfinu klukkan 14:00 í dag. Foreldrar og forráðamenn ólögráða nemenda geta séð niðurstöðurnar á foreldrasvæðinu. Rétt er að benda lögráða nemendum og foreldrum/forráðamönnum þeirra á að nemendur geta á sínu svæði opnað fyrir aðgang foreldra að nýju.

10. okt. 2013 : Námsferð til Barcelona

Lleida

Dagana 27. september til 5. október fóru 24 nemendur í spænsku í 5. bekk í nemendaskiptaferð til Katalóníu. Hópurinn dvaldist á heimilum katalónskra ungmenna í bænum Mollerussa sem er u.þ.b. í einnar og hálfrar klukkustundar akstursfjarlægð frá Barcelona.

9. okt. 2013 : Jarðfræðiferð í 5. bekk

Nemendur í 5R og 5T fóru í jarðfræðiferð þriðjudaginn 1. október. Farið var um Reykjanes í ágætisveðri, keyrt vestur með nesinu að norðan og með sunnanverðu Reykjanesi að Krýsuvík. Þaðan var haldið til baka í Versló eftir velheppnaða ferð.

8. okt. 2013 : Íþróttavika NFVÍ

Nú stendur yfir árleg íþróttavika NFVÍ. Boðið er upp á fjölbreytta íþróttaviðburði eins og jóga, box, borðtennismót, limbókeppni og diskókeilu.Jóga

7. okt. 2013 : Stærðfræðikeppni og stoðtímar

Stærðfræðikeppni framhaldsskólanna fer fram á morgun, þriðjudag kl. 9.20 í Bláa-sal.

Stoðtímar í stærðfræði eru á mánudögum frá klukkan 15:40 til 17:00 í stofu 304.

3. okt. 2013 : VÍ-mr dagurinn

Dagská VIMG_5940Í-mr dagsins:

Rútur hjá Verzló: 14:30
Mæting í Hljómskálagarð: 15:00
Keppni og þrautir:15:15
Ræðukeppni í Bláa sal: 20:00
Með ræðukeppninni lýkur formlegri dagskrá á vegum skólanna.

Síða 1 af 2