29. nóv. 2013 : Nordplus - Besta verkefnið

Nýlega var Nordplusverkefni sem Verzlunarskólinn vann með Lugnetgymnasiet í Svíþjóð valið Best Practice Project á Nordplusráðstefnu í Stokkhólmi. Verðlaunin eru góð viðurkenning á mikilli vinnu sem skipuleggjendur og nemendur lögðu á sig.

25. nóv. 2013 : Hispanic Heritage Month

Sendiherra Bandaríkjanna, Luis Arreaga bauð nýlega íslenskum nemendum og spænskukennurum á heimili sitt til þess að þeir gætu fræðst um arfleifð Rómönsku Ameríku í Bandaríkjunum.

22. nóv. 2013 : Vælið

Vælið, söngkeppni skólans, fer fram í Eldborgarsal Hörpu föstudaginn 22. nóvember. Vælið er annar af hápunktum haustannar í starfi nemendafélagsins. Miðaverð er 2.500 kr. og hægt er að nálgast miða á midi.is (http://midi.is/tonleikar/15/606/).

10. nóv. 2013 : Ræðukeppni ESU

Guðrún Gígja Sigurðardóttir í 3T og Árni Reynir Guðmundsson í 4A tóku þátt í ræðukeppni ESU (English Speaking Union) sem fram fór í Háskólanum í Reykjavík 8. og 9. nóvember sl. 

8. nóv. 2013 : Rætt um menningu og mikilvægi sundlauga

Halldór Armand Ásgeirsson rithöfundur heimsótti 6. bekk í gær og las úr nýútkominni bók sinni, Vince Vaughn í skýjunum. Hann ræddi einnig við nemendur um hin fjölbreytilegustu málefni eins og tónlist, bókmenntir og sundlaugar.

8. nóv. 2013 : Orð eru gefins

Dagurinn 8. nóvember er helgaður baráttunni gegn einelti og að þessu sinni er sjónum beint að framhaldsskólum. Í tilefni dagsins stendur hópurinn „Verkefnastjórn um aðgerðir gegn einelti“ fyrir hátíðardagskrá sem Verzlunarskólinn sér um að hýsa. Dagskráin stendur frá 13-16 og eru allir aðilar skólasamfélagsins hvattir til að mæta en aðgangur er ókeypis.

6. nóv. 2013 : Ræðukeppni í ensku

Mánudaginn 4. nóvember var haldin hér í Verzlunarskólanum ræðukeppni í ensku, sem er forkeppni fyrir landskeppni í ræðumennsku á ensku.  Alþjóðleg samtök, ESU (English Speaking Union) standa svo fyrir landskeppni, sem verður haldin í Háskólanum í Reykjavík 8.-9. nóvember. Sigurvegarinn í Versló-keppninni var Guðrún Gígja Sigurðardóttir, 3-T, sem kaus að fjalla um hvernig nýjar hugmyndir mæta oft andstöðu í fyrstu en geta svo umbylt heiminum.