Nordplus - Besta verkefnið
Nýlega var Nordplusverkefni sem Verzlunarskólinn vann með Lugnetgymnasiet í Svíþjóð valið Best Practice Project á Nordplusráðstefnu í Stokkhólmi. Verðlaunin eru góð viðurkenning á mikilli vinnu sem skipuleggjendur og nemendur lögðu á sig.
Hispanic Heritage Month

Sendiherra Bandaríkjanna, Luis Arreaga bauð nýlega íslenskum nemendum og spænskukennurum á heimili sitt til þess að þeir gætu fræðst um arfleifð Rómönsku Ameríku í Bandaríkjunum.
Vælið

Vælið, söngkeppni skólans, fer fram í Eldborgarsal Hörpu föstudaginn 22. nóvember. Vælið er annar af hápunktum haustannar í starfi nemendafélagsins. Miðaverð er 2.500 kr. og hægt er að nálgast miða á midi.is (http://midi.is/tonleikar/15/606/).
Ræðukeppni ESU
Guðrún Gígja Sigurðardóttir í 3T og Árni Reynir Guðmundsson í 4A tóku þátt í ræðukeppni ESU (English Speaking Union) sem fram fór í Háskólanum í Reykjavík 8. og 9. nóvember sl.
Rætt um menningu og mikilvægi sundlauga
Halldór Armand Ásgeirsson rithöfundur heimsótti 6. bekk í gær og las úr nýútkominni bók sinni, Vince Vaughn í skýjunum. Hann ræddi einnig við nemendur um hin fjölbreytilegustu málefni eins og tónlist, bókmenntir og sundlaugar.
Orð eru gefins
Dagurinn 8. nóvember er helgaður baráttunni gegn einelti og að þessu sinni er sjónum beint að framhaldsskólum. Í tilefni dagsins stendur hópurinn „Verkefnastjórn um aðgerðir gegn einelti“ fyrir hátíðardagskrá sem Verzlunarskólinn sér um að hýsa. Dagskráin stendur frá 13-16 og eru allir aðilar skólasamfélagsins hvattir til að mæta en aðgangur er ókeypis.
Ræðukeppni í ensku
Mánudaginn 4. nóvember var haldin hér í Verzlunarskólanum ræðukeppni í ensku, sem er forkeppni fyrir landskeppni í ræðumennsku á ensku. Alþjóðleg samtök, ESU (English Speaking Union) standa svo fyrir landskeppni, sem verður haldin í Háskólanum í Reykjavík 8.-9. nóvember. Sigurvegarinn í Versló-keppninni var Guðrún Gígja Sigurðardóttir, 3-T, sem kaus að fjalla um hvernig nýjar hugmyndir mæta oft andstöðu í fyrstu en geta svo umbylt heiminum.