29. des. 2013 : Endurtektarpróf

Endurtektarpróf vegna haustannar 2013 verða haldin 7. til 10. janúar 2014. Próftöflu er að finna undir flokknum Nemendur eða með því að smella hér.

20. des. 2013 : Nýir nemendur á vorönn

Töluvert var um umsóknir í skólann nú um áramót en afar fá pláss sem losnuðu. Einungis voru teknir inn örfáir nemendur og verður haft samband við þá á allra næstu dögum. Öðrum eru þakkaðar umsóknir og óskað velfarnaðar á nýju ári.

19. des. 2013 : Útskrift 19. desember

Fimmtudaginn 19.desember voru 2 nemendur útskrifaðir með stúdentspróf frá Verzlunarskóla Íslands.

Útskrift

17. des. 2013 : Birting einkunna og prófsýning

Einkunnir verða aðgengilegar nemendum í upplýsingakerfinu fimmtudaginn 19. desember klukkan 20.00. Prófsýningin verður föstudaginn 20. desember frá klukkan 11.00 til 12.30. Einkunnablöð verða ekki prentuð út en nemendur sem þurfa staðfest afrit af einkunnum sínum geta fengið slíka útprentun á skrifstofu skólans.



Fall í áfanga

Því miður gerist það á hverju ári að nemendur ná ekki þeim kröfum sem til þeirra eru gerðar í áföngum og þá er mikilvægt að þeir og foreldrar þeirra kynni sér vel hvaða reglur eiga við þegar nemandi fellur í áfanga.

6. des. 2013 : Comeniusarfundur í Monesterio á Spáni

Upp úr miðjum nóvember fóru tveir nemendur í 6-B ásamt kennurum til Monesterio á Spáni til þess að taka þátt í Comeniusarfundi. Fundurinn er liður í Comeniusarverkefni þar sem þemað er kynjajafnrétti, staðalímyndir og jafnrétti minnihlutahópa eins og samkynhneigðra og fólks með annan menningarbakgrunn.

3. des. 2013 : Afgreiðslutími bókasafnsins í jólaprófunum

Vegna próflesturs verður afgreiðslutími safnsins frá 28. nóv. til og með 15. des. eftirfarandi:Bókasafn