Year: 2013

Þorbjörn Sigurbjörnsson kennari maí mánaðar

Þorbjörn Sigurbjörnsson var valinn kennari maí mánaðar hjá Félagi framhaldsskólakennara. Þorbjörn kennir viðskiptagreinar hér í Verzlunarskólanum, en Þorbjörn var einn þeirra sem kenndi nemendum í 6. bekk á hagfræði- og viðskiptabraut sem unnu m.a. öll verðlaunin í verkefninu „fyrirtækjasmiðjan“ á vegum Ungra frumkvöðla nýverið. Hér er hægt að nálgast myndband af Þorbirni, þar sem hann… Read more »

Gönguferð í góða veðrinu

Það var blíðskaparveður þegar nemendur og starfsfólk Verzlunarskóla Íslands fóru í dag í heilsugöngu um hverfið í kringum skólann. Eins og áður er gangan liður í verkefninu heilsuefling framhaldsskóla, en hreyfing er í forgrunni verkefnisins skólaárið 2012/2013. Í stað hefðbundinna 60 mínútna kennslustunda fyrir hádegi var kennt í 50 mínútur til að rýma fyrir hálftíma… Read more »

V79

Í dag kom Verzlunarskólablaðið út í 79. sinn. Blaðið, sem má þó frekar kalla bók, er einstaklega veglegt í ár og telur 256 blaðsíður. Það var því mikil spenna í loftinu þegar Anna Björk Hilmarsdóttir, ritstjóri blaðsins, afhenti Inga Ólafssyni, skólastjóra, fyrsta eintakið við hátíðlega athöfn í Bláa sal í dag. Ritnefnd V79 skipa: Anna Björk… Read more »

Páskafrí

Skólinn verður lokaður í páskafríinu, frá 25. mars til 2. apríl. Kennsla hefst aftur samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 3. apríl. Gleðilega páska!

Próftaflan komin á netið

Próftaflan fyrir vorprófin 2013 er komin á netið. Próftöflu dagskóla má nálgast hérna. Próftöflu fjarnáms má nálgast hérna.

Nemendur VÍ heimsóttu Berlín

25 nemendur í valáfanganum Kulturstadt Berlin 333 dvöldu í Berlín 15. – 18. mars síðastliðinn. Ferðin tókst í alla staði mjög vel. Nemendur fóru m.a. upp í kúpulinn á Reichstag (þinghúsinu) og í Fernsehturm (sjónvarpsturninn) þar sem þeir fengu dásamlegt útsýni yfir borgina. Nemendur fengu einnig leiðsögn um sýningu á Deutsches Historisches Museum  (þýska sögusafnið)… Read more »

Verzlunarskólinn í úrslit MORFÍs, úr leik í Gettu betur

Laugardaginn 16. mars sl. mætti lið Verzlunarskóla Íslands liði MR í Gettu betur. Eftir jafna byrjun, þar sem munaði tveimur stigum á liðunum eftir hraðaspurningarnar, fór það svo að MR endaði með 27 stig en VÍ 20. Keppni Verzlunarskólans í Gettu betur er því lokið þetta árið en þeir Axel, Gísli og Úlfur geta gengið… Read more »

Tvenn bronsverðlaun hjá Versló í Forritunarkeppni framhaldsskólanna 2013

Síðastliðinn laugardag 16. mars fór fram Forritunarkeppni framhaldsskólanna í húsakynnum Háskólans í Reykjavík í Nauthólsvík. Til marks um vaxandi áhuga á forritun þá var metþátttaka í fyrra og aftur í ár en 47 lið tóku þátt að þessu sinni. Styrktaraðili keppninnar var Nýherji, sem líkt og sl. 3 ár sá um verðlaun og uppihald keppenda…. Read more »

Nemendur í 4. og 5. bekk velja sér valgreinar

Lokafrestur fyrir  nemendur í 4. og 5. bekk til að velja sér valgreinar fyrir næsta skólaár er sunnudagurinn 17. mars. Mikilvægt er að lesa vel áfangalýsingar og vanda valið. Þegar fjöldinn verður of mikill í áfanga verður valið af handahófi úr þeim hópi sem sótti um áfangann og þeir sem verða ekki valdir fara þá… Read more »