29. des. 2014 : Endurtektarpróf - próftafla

Á próftöflu og í Vefriti var auglýst að endurtektarpróf fyrir dagskóla yrðu lögð fyrir dagana 7. til 9. janúar. Við gerð próftöflunnar urðu það margir árekstrar að ákveðið var að fjölga dögunum og bæta þriðjudeginum 6. janúar við. Ekki er þörf á að skrá sig sérstaklega í endurtektarpróf.
Próftöfluna er hægt að kynna sér með því að smella á lesa meira.

20. des. 2014 : Jólaleyfi og ný önn

Skólanum verður lokað 19. desember klukkan 16.00 og hann opnaður aftur mánudaginn 5. janúar klukkan 8.00. Skrifstofan verður opin frá klukkan 10.00 vegna fundahalda. Fyrsta skóladag, mánudaginn 5. janúar, mæta nemendur í sínar heimastofur klukkan 10.15. Útbúin verður sérstök stundaskrá fyrir daginn þar sem allir nemendur hitta kennara sína og farið verður yfir skipulag náms á önninni og markmið hvers áfanga.

19. des. 2014 : Útskrift 19. desember

Föstudaginn 19. desember voru fjórir nemendur útskrifaðir með stúdentspróf frá Verzlunarskóla Íslands. Stúdentarnir eru þær Elínborg Anna Erludóttir, Guðbjörg Lára Másdóttir, Olga Lára Jónsdóttir og Þórunn Eyvindsdóttir.

17. des. 2014 : Birting einkunna, prófsýning og námsframvinda

IMG_0016Nemendur geta séð lokaeinkunnir sínar í upplýsingakerfinu. Það er afar mikilvægt að nemendur og foreldrar þeirra kynni sér vel hvaða reglur eiga við þegar nemandi fellur í áfanga (sjá skólareglur 5.3 og 5.4). Prófsýning verður í hádeginu föstudaginn 19. desember milli klukkan 11:00 og 12:30 og eru þeir nemendur sem ekki ná þeim árangri sem þeir vonuðust eftir hvattir til þess að mæta á prófsýninguna.

16. des. 2014 : Truflanir á netsambandi

Einhverjar truflanir geta orðið á netsambandi við skólann í dag þriðjudaginn 16. 12. milli kl. 15:30 og 17:00 vegna uppfærslu á netkerfi.

16. des. 2014 : Vinningshafar í edrúpottinum

Jólaball nemenda var haldið þann 15. desember síðastliðinn og voru nöfn eftirfarandi nemenda dregin úr edrúpottinum.


16. des. 2014 : Frá Góðgerðarráði VÍ

Góðgerðarráð VÍ hefur fengið í umboðssölu svokölluð stafahálsmen. Um er að ræða hálsmen frá OSSA SKART úr silfri með fallegum steinum í. Með því að kaupa þetta fallega hálsmen fyrir aðeins 5000. kr fæst falleg jólagjöf um leið og þið leggið ykkar af mörkum við að tryggja betri lífsgæði fyrir litlu Verzlinganna okkar í Afríku.

8. des. 2014 : Lokað vegna veðurs

Skólanum verður lokað kl. 20:00 í kvöld 8. desember vegna veðurs.

5. des. 2014 : Vilhelm Sigfús - framúrskarandi kennari

Eðlis- og stjórnufræðikennarinn Vilhelm Sigfús Sigmundsson hlaut á dögunum viðurkenningu Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands sem framúrskarandi framhaldsskólakennari. Það eru nemendur í Háskóla Íslands sem tilnefna þá framhaldsskólakennara sem höfðu mikil áhrif á þá og voru þeim hvatning og innblástur í námi.

Samstarfsfólk Fúsa samgleðst honum innilega enda er hann vel að þessari viðurkenningu kominn.

30. nóv. 2014 : Lokað vegna veðurs

Skólanum verður lokað kl. 16:00 í dag 30. nóvember vegna veðurs.

19. nóv. 2014 : Afgreiðslutími Bókasafns VÍ í prófum

Vegna próflestrar verður afgreiðslutími safnsins frá 26. nóvember til og með 14. des. eftirfarandi:

19. nóv. 2014 : Kynning á Nordjyllands Idræthøjskole

Sigríður Löve og Þórunn Sigurjónsdóttir, nemendur í íþróttalýðháskóla á Norður Jótlandi í Danmörku munu kynna skólann sinn í Rauða sal, fimmtudaginn 20. nóvember kl. 15:40. Skólinn leggur aðaláherslu á íþróttir og geta nemendur valið úr fjölda íþróttagreina til að 
Síða 1 af 7