Year: 2014

Endurtektarpróf – próftafla

Á próftöflu og í Vefriti var auglýst að endurtektarpróf fyrir dagskóla yrðu lögð fyrir dagana 7. til 9. janúar. Við gerð próftöflunnar urðu það margir árekstrar að ákveðið var að fjölga dögunum og bæta þriðjudeginum 6. janúar við. Ekki er þörf á að skrá sig sérstaklega í endurtektarpróf. Próftaflan er eftirfarandi: Endurtektarpróf haustannar 2014 6…. Read more »

Útskrift 19. desember

Föstudaginn 19. desember voru fjórir nemendur útskrifaðir með stúdentspróf frá Verzlunarskóla Íslands. Stúdentarnir eru þær Elínborg Anna Erludóttir, Guðbjörg Lára Másdóttir, Olga Lára Jónsdóttir og Þórunn Eyvindsdóttir. Skólinn óskar þeim innilega til hamingju með áfangann.

Birting einkunna, prófsýning og námsframvinda

Nemendur geta séð lokaeinkunnir sínar í upplýsingakerfinu. Það er afar mikilvægt að nemendur og foreldrar þeirra kynni sér vel hvaða reglur eiga við þegar nemandi fellur í áfanga (sjá skólareglur 5.3 og 5.4). Prófsýning verður í hádeginu föstudaginn 19. desember milli klukkan 11:00 og 12:30 og eru þeir nemendur sem ekki ná þeim árangri sem… Read more »

Truflanir á netsambandi

Einhverjar truflanir geta orðið á netsambandi við skólann í dag þriðjudaginn 16. 12. milli kl. 15:30 og 17:00 vegna uppfærslu á netkerfi.

Vinningshafar í edrúpottinum

Jólaball nemenda var haldið þann 15. desember síðastliðinn og voru nöfn eftirfarandi nemenda dregin úr edrúpottinum. Karen Rós 3-A, 20 þús. kr. gjafabréf í Kringlunni frá foreldraráði VÍ Anna Kristín 3-B, miði á Nemóball 2015 Kristófer Orri 3-D, 20 þús. kr. gjafabréf í Kringlunni frá foreldraráði VÍ Róbert Orri 3-F, gjafabréf fyrir tvo á Hamborgarabúlluna… Read more »

Frá Góðgerðarráði VÍ

Starf G.V.Í. hefur að markmiði sínu að safna styrkjum sem renna til góðra málefna og hafa umsvifin vaxið ár frá ári. Það höfum við fundið bæði með fjölmiðlaumfjöllun sem og veigameiri fjárstyrkjum sem hafa gert okkur kleift að styrkja fleiri málefni. Málefnin sem verða styrkt í ár eru meðal annars UN Women og Mæðrastyrksnefnd. Þá… Read more »

Lokað vegna veðurs

Skólanum verður lokað kl. 20:00 í kvöld 8. desember vegna veðurs.

Vilhelm Sigfús – framúrskarandi kennari

Eðlis- og stjórnufræðikennarinn Vilhelm Sigfús Sigmundsson hlaut á dögunum viðurkenningu Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands sem framúrskarandi framhaldsskólakennari. Það eru nemendur í Háskóla Íslands sem tilnefna þá framhaldsskólakennara sem höfðu mikil áhrif á þá og voru þeim hvatning og innblástur í námi. Samstarfsfólk Fúsa samgleðst honum innilega enda er hann vel að þessari viðurkenningu kominn.

Góðgerðarráð Verzlunarskóla Íslands

GVÍ, Góðgerðarráð Verzlunarskóla Íslands, hefur látið margt gott af sér leiða í gegnum árin. Til að mynda stóð GVÍ að því að reisa barnaskóla í Úganda, í samstarfi við ABC barnahjálp, sem fékk nafnið Litli Verzló. GVÍ hefur einnig fjármagnað byggingu á vatnsbrunni við skólann og hafa nemendur þar af leiðandi aðgang að hreinu vatni…. Read more »