Heimsókn frá Norðurlöndum
Vikuna 27. - 31. janúar eru norrænir gestir hér í Verzlunarskólanum á vegum Nordplus språk áætlunar um nemendasamskipti. Um er að ræða samstarfsverkefni fjögurra framhaldsskóla í Noregi, Finnlandi, Færeyjum og Íslandi og er Versló fyrsti skólinn sem nemendur heimsækja.
Verkleg skyndihjálparkennsla
Í framhaldi af fyrirlestri Odds Eiríkssonar um skyndihjálp fyrir nemendur í 4. bekk fengu nemendur tækifæri til að æfa sig í hjartahnoði og að blása í dúkku.
Kynning á bandarískum háskólum 4. apríl – Taktu daginn frá!
Fulbright stofnunin, í samvinnu við bandaríska sendiráðið, Versló og AMÍS, bjóða til háskólakynningar föstudaginn 4. apríl frá 14:30-17:30 í húsnæði Verzlunarskóla Íslands.
Nemendaheimsókn til Falun
Vikuna 12.-18. janúar dvöldu 30 nemendur af viðskipta- og hagfræðibraut skólans í Falun í Svíþjóð ásamt tveimur kennurum.
Foreldraviðtöl
Miðvikudaginn 29. janúar n.k. verður foreldrum og forráðamönnum 3. og 4. bekkinga boðið að koma í viðtöl hjá umsjónarkennurum. Áætlað er að hvert viðtal taki ekki lengri tíma en 10 mín. og verður foreldrum boðið að koma á milli 12:50 og 18:00.
Foreldrar/forráðamenn nemenda senda póst á umsjónarkennnara til þess að finna hentugan viðtalstíma.
Skyndihjálparkennsla
Nemendur í 4. bekk fengu fyrirlestur um skyndihjálp þann 20. jan. síðastliðinn og sá Oddur Eiríksson, sjúkraflutningamaður um fyrirlesturinn.
Íþróttanámsstyrkir til USA
Hugleiðsla - geðrækt
Á morgun, miðvikudag, ætlum við að fara í ferðalag inn á við og hitta fyrir okkur sjálf í núinu. Smellið á "lesa meira" til þess að sjá stundatöfluna.
Afgreiðslutími bókasafnsins í endurtektarprófum
Vegna endurtektarprófa verður safnið opið frá kl. 08:00-22:00 dagana 6.-9. jan.