27. feb. 2014 : Góðgerðarráð Verzlunarskóla Íslands

GVÍ, Góðgerðarráð Verzlunarskóla Íslands, hefur látið margt gott af sér leiða í gegnum árin. Til að mynda stóð GVÍ að því að reisa barnaskóla í Úganda, í samstarfi við ABC barnahjálp, sem fékk nafnið Litli Verzló.
GVÍ

24. feb. 2014 : Danskur sendikennari í Versló       

Karen Wobeser er danskur sendikennari sem hefur verið við kennslu á vegum dönskudeildarinnar í Verzlunarskólanum undanfarnar 3 vikur. Hún kemur frá Háskóla Íslands þar sem hún hefur starfað sem sendikennari við dönskudeild skólans í vetur.


11. feb. 2014 : Opið hús í Verzló

verslo

Miðvikudaginn 12. febrúar verður Verzlunarskóli Íslands opinn fyrir nemendur 10. bekkjar og forráðamenn þeirra á milli kl. 17.00 - 19.00. Sérstök áhersla verður lögð á að kynna námsframboð, þá aðstöðu sem stendur til boða og félagslífið. Skólastjórnendur, kennarar og námsráðgjafar verða á staðnum til að taka á móti gestum og svara spurningum og munu nemendur bjóða upp á leiðsögn um skólann. Bókasafn skólans verður opið gestum og eru allir hjartanlega velkomnir þangað.

5. feb. 2014 : Nemendamót 2014

Vegna Nemendamóts er skólinn lokaður 6. og 7. febrúar.
Skólinn verður opnaður mánudaginn 10. febrúar klukkan 7:30.
Starfsfólk skólans óskar nemendum góðrar skemmtunar á Nemendamótinu.

3. feb. 2014 : Gleði- og forvarnardagur VÍ

Miðvikudaginn 5. febrúar er Gleði- og forvarnardagur VÍ. Hefðbundin kennsla verður fyrstu tvo tímana en eftir það taka við fyrirlestrar, örnámskeið og ýmsar skemmtilegar uppákomur. Athugið breytta stundatöflu.


Stundatafla gleði- og forvarnardagsins
8:15-8:55 Kennsla skv. stundaskrá
9:05-9:45 Kennsla skv. stundaskrá
10:00-10:40 Fyrirlestrar
10:50-11:20 Gleði
11:30-12:00 Gleði