Month: febrúar 2014

Góðgerðarráð Verzlunarskóla Íslands

GVÍ, Góðgerðarráð Verzlunarskóla Íslands, hefur látið margt gott af sér leiða í gegnum árin. Til að mynda stóð GVÍ að því að reisa barnaskóla í Úganda, í samstarfi við ABC barnahjálp, sem fékk nafnið Litli Verzló. GVÍ hefur einnig fjármagnað byggingu á vatnsbrunni við skólann og hafa nemendur þar af leiðandi aðgang að hreinu vatni…. Read more »

Danskur sendikennari í Versló       

Karen Wobeser er danskur sendikennari sem hefur verið við kennslu á vegum dönskudeildarinnar í Verzlunarskólanum undanfarnar 3 vikur. Hún kemur frá Háskóla Íslands þar sem hún hefur starfað sem sendikennari við dönskudeild skólans í vetur. Í Versló hefur hún einkum tekið þátt í að þjálfa talfærni nemenda með ýmsu móti m.a. með leikjum, stuttmyndum og… Read more »

Opið hús í Verzló

Miðvikudaginn 12. febrúar milli klukkan 17.00 og 19.00 opnum við skólann og tökum á móti 10. bekkingum og foreldrum/forráðamönnum þeirra. Skólastjórnendur, kennarar, námsráðgjafar og nemendur verða á staðnum.

Nemendamót 2014

Vegna Nemendamóts er skólinn lokaður fimmtudag og föstudag. Skólinn verður opnaður klukkan 7:30 á mánudaginn 10. febrúar. Starfsfólk skólans óskar nemendum góðrar skemmtunar á Nemendamótinu.

Gleði- og forvarnardagur VÍ

Miðvikudaginn 5. febrúar er Gleði- og forvarnardagur VÍ. Hefðbundin kennsla verður fyrstu tvo tímana en eftir það taka við fyrirlestrar, örnámskeið og ýmsar skemmtilegar uppákomur. Dagskráin einkennist af mikilli fjölbreytni og því ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Við óskum ykkur góðrar skemmtunar og vonum að þið njótið dagsins. Dagskrána má nálgast… Read more »