27. mar. 2014 : Berlínarferð

Dagana 20.-23. mars fór 28 manna hópur nemenda í Berlínarvaláfanga til Berlínar ásamt þremur kennurum. Hópurinn dvaldi saman á Hosteli í miðborg Berlínar. Nemendur heimsóttu ýmsa staði eins og t.d. þinghúsið þar sem farið var upp í kúpulinn, þýska sögusafnið og farið var upp í sjónvarpsturninn.

26. mar. 2014 : Alþjóðasamstarf

Mikið hefur verið að gera í skólanum í erlendum samskiptum síðastliðnar vikur. Í byrjun mars fóru þrír nemendur í 6-A ásamt kennurum til Bordeaux í Frakklandi. Ferðin var liður í tveggja ára Comeniusarverkefni sem skólinn tekur þátt í ásamt átta öðrum skólum víðs vegar í Evrópu.

21. mar. 2014 : Verzlunarskólablaðið gefið út

Í dag var Verzlunarskólablaðið gefið út við skemmtilega athöfn í skólanum og tók Ingi Ólafsson skólastjóri við fyrsta eintakinu þetta árið. Blaðinu var dreift til allra nemenda og starfsfólks skólans. 


20. mar. 2014 : Próftafla vorannar 2014

Dagskóli: Próftöflu vorannar er hægt að nálgast bæði undir Skólinn og Nemendur eða með því að smella hér.

Fjarnám: Próftöflu vorannar er hægt að nálgast undir Fjarnám eða með því að smella hér.

8. mar. 2014 : Vörumessa í Smáralind

Um helgina taka nemendur VÍ þátt í Vörumessu í Smáralind eins og undanfarin ár. Vörumessan er kl. 16-19 á föstudag (07.03) og kl. 11-17 á laugardag (08.03).

8. mar. 2014 : Íslandsmót iðn- og verkgreina

Á Íslandsmóti iðn- og verkgreina sem stendur yfir í Kórnum 6.-8. mars, tóku þrír nemendur úr Versló þátt í keppni í leikjaforritun.

7. mar. 2014 : Framhaldsskólakynning og Íslandsmót í iðn- og verkgreinum 6.-8. mars

Dagana 6.-8. mars fer fram framhaldsskólakynning og Íslandsmót í iðn- og verkgreinum í Kórnum í Kópavogi.

5. mar. 2014 : Kynning á bandarískum háskólum 4. apríl – Taktu daginn frá!

Fulbright stofnunin, í samvinnu við bandaríska sendiráðið, Versló og AMÍS, býður til háskólakynningar föstudaginn 4. apríl frá 14:30-17:30 í húsnæði Verzlunarskóla Íslands.

4. mar. 2014 : Fræðslufundur og framhaldsaðalfundur Foreldraráðs VÍ.

4. mars kl. 20 í Rauða sal Verzlunarskóla Íslands