Month: mars 2014

Berlínarferð

Dagana 20.-23. mars fór 28 manna hópur nemenda í Berlínarvaláfanga til Berlínar ásamt þremur kennurum. Hópurinn dvaldi saman á Hosteli í miðborg Berlínar. Nemendur heimsóttu ýmsa staði eins og t.d. þinghúsið þar sem farið var upp í kúpulinn, þýska sögusafnið og farið var upp í sjónvarpsturninn. Gengið var um miðborgina þar sem helstu kennileiti Berlínar… Read more »

Alþjóðasamstarf

Mikið hefur verið að gera í skólanum í erlendum samskiptum síðastliðnar vikur. Í byrjun mars fóru þrír nemendur í 6-A ásamt kennurum til Bordeaux í Frakklandi. Ferðin var liður í tveggja ára Comeniusarverkefni sem skólinn tekur þátt í ásamt átta öðrum skólum víðs vegar í Evrópu. Það er skemmst frá því að segja að nemendurnir… Read more »

Verzlunarskólablaðið gefið út

Í dag var Verzlunarskólablaðið gefið út við skemmtilega athöfn í skólanum og tók Ingi Ólafsson skólastjóri við fyrsta eintakinu þetta árið. Blaðinu var dreift til allra nemenda og starfsfólks skólans. Að þessu sinni er blaðið samtals 257 blaðsíður og stútfullt af alls kyns fróðleik. Í blaðinu eru til að mynda viðtöl við hljómsveitina Of Monsters and Men,… Read more »

Vörumessa í Smáralind

Um helgina taka nemendur VÍ þátt í Vörumessu í Smáralind eins og undanfarin ár. Vörumessan er kl. 16-19 á föstudag (07.03) og kl. 11-17 á laugardag (08.03). Vörumessan er liður í áfanganum REK323 þar sem nemendur stofna sín eigin fyrirtæki og reka yfir önnina. Áfanginn er kenndur í samstarfi við Unga frumkvöðla á Íslandi. Að þessu sinni… Read more »

Íslandsmót iðn- og verkgreina

Á Íslandsmóti iðn- og verkgreina sem stendur yfir í Kórnum 6.-8. mars, tóku þrír nemendur úr Versló þátt í keppni í leikjaforritun. Nöfn þeirra eru: Ísak Markússon, Ívar Markússon og Vytautas Sipavicius, allir eru þeir nemendur í 5. bekk. Vytautas gerði sér lítið fyrir og lenti í þriðja sæti í keppninni af 10 keppendum.

Framhaldsskólakynning og Íslandsmót í iðn- og verkgreinum 6.-8. mars

Dagana 6.-8. mars fer fram framhaldsskólakynning og Íslandsmót í iðn- og verkgreinum í Kórnum í Kópavogi. Verzlunarskóli Íslands er með kynningarbás og nokkrir fulltrúar frá skólanum kynna skólann. Eins og sjá má á myndunum hefur mikil aðsókn verið í kynningarbásinn hjá Verzlunarskólanum en opið er fyrir almenning alla dagana og aðgangur ókeypis.  

Kynning á bandarískum háskólum 4. apríl – Taktu daginn frá!

Fulbright stofnunin, í samvinnu við bandaríska sendiráðið, Versló og AMÍS, býður til háskólakynningar föstudaginn 4. apríl frá 14:30-17:30 í húsnæði Verzlunarskóla Íslands. Fjölmargir bandarískir háskólar senda fulltrúa sem munu kynna sína skóla og svara spurningum nemenda, en jafnframt verður boðið upp á marga fyrirlestra, þar sem m.a. verða gefin góð ráð varðandi gerð háskólaumsókna, farið… Read more »

Fræðslufundur og framhaldsaðalfundur Foreldraráðs VÍ.

Fræðslufundur og framhaldsaðalfundur Foreldraráðs VÍ. 4. mars kl. 20 í Rauða sal Verzlunarskóla Íslands   Dagskrá: Framhaldsaðalfundur – lagabreytingar Rannsókn á vímuefnanotkun framhaldsskólanema á Íslandi 2013.       Fulltrúi Rannsókna & greiningar greinir frá niðurstöðum fyrir Versló Nemendafélagið. Fulltrúi þess kynnir verkefni og störf nemendafélagsins. Allir foreldrar eru hvattir til að mæta, boðið verður upp á kaffiveitingar.  … Read more »