Month: apríl 2014

Páskaeggjaleit

Skemmtinefnd stendur fyrir páskaeggjaleit í hádegishléinu í dag. Eggin verða falin á víð og dreif um skólann og eru allir nemendur hvattir til að leita og reyna að næla sér í páskaegg.  

Franskir nemendur í heimsókn

Í gær komu til landsins 18 nemendur og 2 kennarar frá Demotz De La Salle menntaskólanum í Rumilly, litlum bæ í frönsku Ölpunum. Ein af ástæðunum fyrir komu Frakkanna er að nemendurnir eru að læra jarðfræði og hafa mikinn áhuga á íslenskri náttúru. Frakkarnir munu dvelja á íslenskum heimilum þessa vikuna, koma í skólann með… Read more »

Jarðfræðiferð í 5. bekk

Nemendur í 5-S, 5-U, 5-Y og 5-X fóru í jarðfræðiferð síðastliðinn mánudag 31. mars. Farið var um Reykjanes í ágætisveðri keyrt vestur með nesinu að norðan, með sunnanverðu Reykjanesi að Krýsuvík og þaðan var haldið til baka í Versló eftir velheppnaða ferð. Reykjanes er fjölbreytt og einstakt á jarðfræðilegan mælikvarða og til stendur að stofna… Read more »

Páskaleyfi

Skólinn verður lokaður í páskafríinu, frá 11. apríl til 22. apríl. Kennsla hefst aftur samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 23. apríl. Gleðilega páska!

Lokatónleikar Verzlunarskólakórsins

Lokatónleikar Verzlunarskólakórsins verða haldnir miðvikudaginn 23. apríl kl. 19:30 í Bláa Sal. Kórstjóri er Helga Margrét Marzellíusardóttir og mun stúlkna- og drengjakórinn koma saman og sameina krafta sína í fyrsta skipti í mörg ár.  Miðaverð eru 500 kr. og innifalið í því er frábær skemmtun og kökur og kaffi eftir tónleikana. Kórmeðlimir taka við nöfnum á… Read more »

Fyrirtækið E-14 valið besta fyrirtækið í Fyrirtækjasmiðju Ungra Frumkvöðla

Fyrirtækið E-14 úr Versló var valið besta fyrirtækið í Fyrirtækjasmiðju Ungra Frumkvöðla. Sérstaka viðurkenningu fengu fyrirtækið Trisma úr Versló og fyrirtækið Reykjavík x Roses úr MS. 38 fyrirtæki úr 5 framhaldsskólum skiluðu umsókn í keppnina um besta fyrirtæki Fyrirtækjasmiðjunnar. Í úrslit komust 12 fyrirtæki og voru 8 þeirra úr Versló. Dómarar í keppninni voru þau Þorsteinn… Read more »

Peysufatadagurinn

Peysufatadagur 4. bekkjar Verzlunarskóla Íslands verður haldinn hátíðlegur þriðjudaginn 29. apríl.  Hér fyrir neðan má sjá dagskrána yfir daginn: Tími  Dagskrá 8:45  Mæting á Marmarann í morgunmat  10:15 Skemmtun í Bláa sal – Peysó lagið frumsýnt  11:45 Rúturnar koma – rúturnar verða merktar með bekkjum  12:30 Gengið niður Laugarveginn 13:00  Dansað dátt á Ingólfstorgi  13:30  Gengið… Read more »

Sumri fagnað

Á föstudaginn verður sumri fagnað með heilsubótarskrúðgöngu í Fossvogsdal í 10 stiga hita og glampandi sól. Stuðst verður við stundatöflu „hraða og hreyfingar“. Að göngu lokinni heldur sumargleðin áfram og ætla grillnefndin og skemmtó að töfra fram hádegismat ofan í mannskapinn. Stundatafla fyrir föstudaginn 25. apríl Tími Hringt inn Hringt út 1 08.15 09.05 09.05-09.25… Read more »