28. apr. 2014 : Fyrirtækið E-14 valið besta fyrirtækið í Fyrirtækjasmiðju Ungra Frumkvöðla

Fyrirtækið E-14 úr Versló var valið besta fyrirtækið í Fyrirtækjasmiðju Ungra Frumkvöðla. Sérstaka viðurkenningu fengu fyrirtækið Trisma úr Versló og fyrirtækið Reykjavík x Roses úr MS.

38 fyrirtæki úr 5 framhaldsskólum skiluðu umsókn í keppnina um besta fyrirtæki Fyrirtækjasmiðjunnar. Í úrslit komust 12 fyrirtæki og voru 8 þeirra úr Versló.


28. apr. 2014 : Peysufatadagurinn

Peysufatadagur 4. bekkjar Verzlunarskóla Íslands verður haldinn hátíðlegur þriðjudaginn 29. apríl. Hér fyrir neðan má sjá dagskrána yfir daginn:

23. apr. 2014 : Sumri fagnað

ganga8Á föstudaginn verður sumri fagnað með heilsubótarskrúðgöngu í Fossvogsdal í 10 stiga hita og glampandi sól. Stuðst verður við stundatöflu „hraða og hreyfingar“. Að göngu lokinni heldur sumargleðin áfram og ætla grillnefndin og skemmtó að töfra fram hádegismat ofan í mannskapinn.

23. apr. 2014 : Lokatónleikar Verzlunarskólakórsins

Lokatónleikar Verzlunarskólakórsins verða haldnir miðvikudaginn 23. apríl kl. 19:30 í Bláa Sal. Kórstjóri er Helga Margrét Marzellíusardóttir og mun stúlkna- og drengjakórinn koma saman og sameina krafta sína í fyrsta skipti í mörg ár. 

11. apr. 2014 : Páskaleyfi

versloSkólinn verður lokaður í páskafríinu, frá 11. apríl til 22. apríl. Kennsla hefst aftur samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 23. apríl.

Gleðilega páska!

11. apr. 2014 : Páskaeggjaleit

Skemmtinefnd stendur fyrir páskaeggjaleit í hádegishléinu í dag.

2. apr. 2014 : Franskir nemendur í heimsókn

Í gær komu til landsins 18 nemendur og 2 kennarar frá Demotz De La Salle menntaskólanum í Rumilly, litlum bæ í frönsku Ölpunum.

2. apr. 2014 : Verzlunarskóli Íslands og starfsfólk safnaði fé til styrktar kaupa á aðgerðarþjarka fyrir LSH.

Verzlunarskóli Íslands og starfsfólk safnaði fé til styrktar kaupa á aðgerðarþjarka (róbót) fyrir LSH. 

1. apr. 2014 : Jarðfræðiferð í 5. bekk

Nemendur í 5-S, 5-U, 5-Y og 5-X fóru í jarðfræðiferð mánudaginn 31. mars. Farið var um Reykjanes í ágætisveðri keyrt vestur með nesinu að norðan, með sunnanverðu Reykjanesi að Krýsuvík og þaðan var haldið til baka í Versló eftir velheppnaða ferð

.