Month: maí 2014

Brautskráning verslunarprófsnema

Miðvikudaginn 21. maí voru brautskráðir 244 verslunarprófsnemar. Verðlaun voru veitt þeim sem sköruðu fram úr. Heiðursverðlaun til dúx skólans: Úr Waltersjóði, ávísun að upphæð kr. 250.- fyrir hæstu aðaleinkunn á verslunarprófi árið 2014 auk 15.000.- kr. peningaverðlauna frá skólanum: Ísak Valsson 4-X   Nemendur sem hlutu 25.000 kr. úr verðlaunasjóði Björgúlfs Stefánssonar fyrir að ná… Read more »

Brautskráning stúdenta

Brautskráning stúdenta frá Verzlunarskólanum fór fram laugardaginn 24. maí við hátíðlega athöfn í Háskólabíói. Alls brautskráðust 275 nýstúdentar, 269 úr dagskóla og 6 úr fjarnámi. Fjölmennasti hópurinn kom af náttúrufræðibraut, eða 111, 104 af viðskiptabraut, 52 af félagsfræðabraut og 8 af málabraut. Í útskriftarhópnum voru 154 stúlkur og 121 piltar. Að vanda var úthlutað úr… Read more »

Vinningshafar í edrúpottinum

Lokaball nemenda var haldið þann 19. maí síðastliðinn og voru nöfn eftirfarandi nemenda dregin úr edrúpottinum. Vinningarnir verða sendir heim til vinningshafa. Elísa Arna Hilmarsdóttir 3-D fær 10 tíma kort í sundlaugar Reykjavíkur Guðni Snær Emilsson 3-S fær gjafakort á Hamborgarafabrikkuna   Viktor Hagalín Magnason 4-H fær 10 tíma kort í sundlaugar Reykjavíkur Harpa Þöll… Read more »

Aðkoma atvinnulífsins að starfsemi Verzlunarskólans breikkuð

Á nýafstöðnum aðalfundi Verzlunarskóla Íslands tók ný skipulagsskrá skólans gildi. Með henni er aðkoma atvinnulífsins að starfsemi Versló breikkuð auk þess sem tengsl við fyrrverandi nemendur eru efld í gegnum þátttöku þeirra í nýju fulltrúaráði skólans. Undanfarin 90 ár hefur skólinn starfað undir vernd Viðskiptaráðs Íslands sem hefur jafnframt skipað skólanefnd og fulltrúaráð skólans. Skólinn… Read more »

Afhending verslunarprófsskírteina og prófsýning

Afhending verslunarprófsskírteina fer fram miðvikudaginn 21. maí klukkan 10:00 í Bláa sal. Um formlega athöfn er að ræða og eru nemendur því beðnir um að mæta snyrtilegir til fara. Opnað verður fyrir einkunnir í upplýsingakerfinu 20. maí klukkan 20:00. Prófsýning fyrir alla bekki verður milli kl.12:15 og 13:30 miðvikudaginn 21. maí.

Fjarnám

Á vorönn 2014 eru 684 nemendur í fjarnámi Verzlunarskólans, þar af er um fjórðungur í dagskólanum líka. Fjórðungur fjarnemenda er skráður í aðra framhaldsskóla, einn tíundi hluti í grunnskóla en aðrir eru ekki skráðir í skóla. Konur eru í meirihluta, eða um tveir þriðju hlutar hópsins.  Meðalaldur fjarnemenda er 22,3 ár. Yngsti fjarnemandinn er fæddur… Read more »

Breytingar á próftíma miðvikudaginn 7. maí

Í próftöflu hafði verið gert ráð fyrir hlustun í dönskuprófinu í 3. bekk. Dönskudeildin ákvað hins vegar að prófa hlustunina á kennslutíma og því er engin hlustun í prófunum núna. Það þýðir að próftíminn hliðrast til baka um hálftíma hjá 4. , 5. og 6. bekk. Próf sem áttu að byrja klukkan 8:45 hefjast klukkan… Read more »