30. maí 2014 : Brautskráning verslunarprófsnema

Miðvikudaginn 21. maí voru brautskráðir 244 verslunarprófsnemar. Verðlaun voru veitt þeim sem sköruðu fram úr.


27. maí 2014 : Brautskráning stúdenta

Brautskráning stúdenta frá Verzlunarskólanum fór fram laugardaginn 24. maí við hátíðlega athöfn í Háskólabíói. Alls brautskráðust 275 nýstúdentar, 269 úr dagskóla og 6 úr fjarnámi. Fjölmennasti hópurinn kom af náttúrufræðibraut, eða 111, 104 af viðskiptabraut, 52 af félagsfræðabraut og 8 af málabraut.

23. maí 2014 : Endurtektarpróf

Próftöflu endurtektarprófa í júní 2014 er hægt að sækja hér. Nemendum sem þurfa að endurtaka ÍSL303 og ÍSL503 er sérstaklega bent á að skoða námsefni til prófs í skjalahólfinu.

23. maí 2014 : Brautskráning stúdenta

versloBrautskráning stúdenta fer fram í Háskólabíói þann 24. maí næstkomandi. Athöfnin hefst klukkan 13:00 (stúdentsefni mæta klukkan 12:15) og má reikna með að hún standi yfir í tvo tíma. Að brautskráningu lokinni ganga stúdentar að aðalbyggingu Háskóla Íslands þar sem tekin verður mynd af hópnum. Gera má ráð fyrir því að það taki u.þ.b. hálftíma.

22. maí 2014 : Afhending verslunarprófsskírteina og prófsýning

Afhending verslunarprófsskírteina fer fram miðvikudaginn 21. maí klukkan 10:00 í
Bláa sal. Um formlega athöfn er að ræða og eru nemendur því beðnir um að mæta
snyrtilegir til fara.
Opnað verður fyrir einkunnir í upplýsingakerfinu 20. maí klukkan
20:00. Prófsýning fyrir alla bekki verður milli kl.12:15 og 13:30 miðvikudaginn 21.
maí.

22. maí 2014 : Vinningshafar í edrúpottinum

Lokaball nemenda var haldið þann 19. maí síðastliðinn og voru nöfn eftirfarandi nemenda dregin úr edrúpottinum. Vinningarnir verða sendir heim til vinningshafa.

20. maí 2014 : Aðkoma atvinnulífsins að starfsemi Verzlunarskólans breikkuð

versloÁ nýafstöðnum aðalfundi Verzlunarskóla Íslands tók ný skipulagsskrá skólans gildi. Með henni er aðkoma atvinnulífsins að starfsemi Versló breikkuð auk þess sem tengsl við fyrrverandi nemendur eru efld í gegnum þátttöku þeirra í nýju fulltrúaráði skólans.

Undanfarin 90 ár hefur skólinn starfað undir vernd Viðskiptaráðs Íslands sem hefur jafnframt skipað skólanefnd og fulltrúaráð skólans. Skólinn hefur ávallt lagt ríka áherslu á framsækna stefnu og sterk tengsl við atvinnulífið. Til að efla þessa styrkleika skólans enn frekar ákvað stjórn Viðskiptaráðs Íslands að endurskoða skipulagsskrá skólans.

Samhliða áðurnefndum breytingum á skipulagsskrá skólans tekur nýtt fulltrúaráð til starfa auk þess sem gerðar voru breytingar á skólanefnd. Í fulltrúaráðinu sitja níu einstaklingar og meginhlutverk þess er að marka stefnu skólans í samstarfi við skólanefnd og fylgja eftir framvindu hennar. Þrír meðlimir fulltrúaráðsins eru skipaðir af Viðskiptaráði, þrír af Samtökum atvinnulífsins. Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fjármálafyrirtækja og Samtök verslunar og þjónustu skipa einn fulltrúaráðsmann hvert.

13. maí 2014 : Fjarnám

Á vorönn 2014 eru 684 nemendur í fjarnámi Verzlunarskólans, þar af er um fjórðungur í dagskólanum líka. Fjórðungur fjarnemenda er skráður í aðra framhaldsskóla, einn tíundi hluti í grunnskóla en aðrir eru ekki skráðir í skóla. Konur eru í meirihluta, eða um tveir þriðju hlutar hópsins. 

6. maí 2014 : Breytingar á próftíma miðvikudaginn 7. maí

Í próftöflu hafði verið gert ráð fyrir hlustun í dönskuprófinu í 3. bekk á morgun 7. maí. Dönskudeildin ákvað hins vegar að prófa hlustunina á kennslutíma og því er engin hlustun í prófunum núna. Það þýðir að próftíminn hliðrast til baka um hálftíma hjá 4. , 5. og 6. bekk. Próf sem áttu að byrja klukkan 8:45 hefjast klukkan 8:15 og próf sem áttu að byrja 11:30 hefjast klukkan 11:00. Próftími í 3. bekk helst óbreyttur.