Month: ágúst 2014

Útskrift 29. ágúst

Föstudaginn 29. ágúst voru 2 nemendur útskrifaðir með stúdentspróf frá Verzlunarskóla Íslands. Stúdentarnir eru þær Ásdís Rósa Frímannsdóttir og Valgerður Anna Hannesdóttir. Skólinn óskar þeim innilega til hamingju með áfangann. 

Kynningarfundur fyrir foreldra og forráðamenn nýnema

Foreldrafundur fyrir foreldra/forráðamenn nýnema verður haldinn í skólanum þriðjudaginn 2. september nk. kl. 20:00.  Dagskráin verður með hefðbundnu sniði þar sem skólastjóri fer í stuttu máli yfir ýmis atriði sem lúta að námi við skólann. Einnig mun foreldrafélagið kynna sín störf og forseti NFVÍ segja nokkur orð. Stjórnendur skólans, námsráðgjafar, forvarna- og félagslífsfulltrúar og fulltrúar… Read more »

Fyrsti skóladagur nýnema

Fyrsti skóladagur nýnema, þann 21. ágúst nk., verður að hluta til með óhefðbundnu sniði.  Þennan dag munu forvarnar- og félagslífsfulltrúar, námsráðgjafar, stjórn nemendafélagsins, skólastjórnendur og fleiri ganga í heimastofu bekkjanna og veita ýmsar upplýsingar um starfsemi skólans. Nemendur fá svo leiðsögn um skólann með umsjónarkennurum sínum þar sem meðal annars bókasafnið verður heimsótt. Hér geta… Read more »

Skólinn settur

Verzlunarskóli Íslands var settur í dag, miðvikudaginn 20. ágúst í 110. skipti. Samtals eru 1245 nemendur skráðir í dagskóla á þessari önn og því var margt um manninn í Bláa sal og á Marmaranum þegar Ingi Ólafsson setti skólann. Af þessum 1245 nemendum eru 344 nýnemar sem skiptast niður í tólf bekki. Að lokinni ræðu… Read more »

Skólasetning 20. ágúst 2014

Verzlunarskóli Íslands verður settur miðvikudaginn 20. ágúst klukkan 10:00. Athöfnin fer fram í hátíðarsal skólans (Bláa sal) og er ætlast til þess að allir nemendur mæti tímanlega. Vegna mikillar aðsóknar er afar mikilvægt að nýnemar mæti, að öðrum kosti geta þeir átt á hættu að verða af skólavist. Bókalistann fyrir veturinn má finna undir flipanum… Read more »

Moodle

NULL