Month: september 2014

Fyrirlestur um kynheilbrigði ungs fólks 

Fimmtudaginn, 25. september verður haldinn fyrirlestur um kynheilbrigði ungs fólk. Fyrirlesari er Sigríður Dögg kynfræðingur.  Stundatafla fimmtudagsins er eftirfarandi: 1.tími 8:15-9:00 2.tími 9:20-10:05 3. tími 10:15-11:00 11:00 Kjaftað um kynlíf með Siggu Dögg í Bláa sal og Marmara.                                  … Read more »

Dagur íslenskrar náttúru

Í tilefni af „Degi íslenskrar náttúru“ þriðjudaginn 16. september, hélt Andri Snær Magnason, rithöfundur og náttúruverndarsinni, greinargóðan fyrirlestur fyrir nemendur og starfsfólk skólans. Andri Snær fjallaði um umhverfismál í víðu samhengi og tengdi við veruleika nemenda. Ekki var betur séð en að nemendur hafi notið þess að hlusta á það sem hann hafði fram að færa. Dagurinn… Read more »

Frakklandsferð

Dagana 15. – 24. september fara 17 nemendur úr 5. bekk til Rumilly, sem er lítill bær í frönsku Ölpunum.  Með þessari heimsókn eru þau að endurgjalda heimsókn nemenda frá Lycée Polyvalent Privé Demotz de la Salle sem komu hingað til lands í byrjun mars.   Dvalið verður hjá frönskum fjölskyldum í Rumilly og munu nemendur… Read more »

Foreldraráð VÍ 

Aðal- og fræðslufundur Foreldraráðs VÍ verður haldinn 9. september kl. 20.00 í Bláa sal Verzlunarskóla Íslands. Dagskrá: Hefðbundin aðalfundarstörf. Líðan nemenda í framhaldsskólum: Margrét Lilja Guðmundsdóttir, frá Rannsóknum & greiningu segir frá niðurstöðum stórrar rannsóknar. Nemendafélagið: Sigrún Dís, forseti NFVÍ kynnir verkefni og störf nemendafélagsins. Allir foreldrar eru hvattir til að mæta, boðið verður upp… Read more »

Danir í heimsókn

Vikuna 31. ágúst – 6. september komu 28 danskir nemendur og 2 kennarar frá menntaskólanum Rysenstenn í Danmörku. Heimsókn þeirra er liður í Nordplus verkefni sem Verzlunarskólinn og Rysensteen gymnasium eru þátttakendur í. Um er að ræða nemendaskipti þar sem nemendur gista á heimilum hjá hvort öðru, kynnast skólastarfi og vinna verkefni saman. Hópurinn hefur… Read more »

Skráning í fjarnám

Fjarnám er kjörinn valkostur fyrir þá sem eiga eftir að ljúka námi eða vilja bæta við sig þekkingu í einhverri námsgrein. Skráning á haustönn 2014 fer fram á heimasíðunni. Hægt er að skrá sig til og með1. september. Kennsla hefst 9. september, en þá verða aðgangsorð að kennslukerfinu send til nemenda.

Vel heppnaður foreldrafundur

Fundur fyrir foreldra/forráðamenn nýnema við Verzlunarskólann var haldinn þriðjudagskvöldið 2. september og var mæting mjög góð. Forráðamenn fengu upplýsingar um helstu þætti skólastarfsins og hittu umsjónarkennara barna sinna. Bókasafnið var opið og gerðu margir sér ferð á safnið.

Femínistafélag VÍ

Nýstofnað femínistafélag VÍ á mikið hrós skilið fyrir fyrsta fræðslufund félagsins. Það leyndi sér ekki að Sigga Dögg Arnardóttir kynfræðingur náði athygli þeirra sem á hana hlýddu.