Femínistafélag VÍ
Nýstofnað femínistafélag VÍ á mikið hrós skilið fyrir fyrsta fræðslufund félagsins. Það leyndi sér ekki að Sigga Dögg Arnardóttir kynfræðingur náði athygli þeirra sem á hana hlýddu.
Fyrirlestur um kynheilbrigði ungs fólks

Fimmtudaginn, 25. september verður haldinn fyrirlestur um kynheilbrigði ungs fólk. Fyrirlesari er Sigríður Dögg kynfræðingur.
Stundatafla fimmtudagsins er eftirfarandi:
1.tími 8:15-9:00
2.tími 9:20-10:05
3. tími 10:15-11:00
11:00 Kjaftað um kynlíf með Siggu Dögg í Bláa sal og á Marmara.
Kennarar fylgja nemendum niður í Bláa sal/Marmara í lok 3. tíma.
Dagur íslenskrar náttúru
Í tilefni af „Degi íslenskrar náttúru“ þriðjudaginn 16. september, hélt Andri Snær Magnason, rithöfundur og náttúruverndarsinni, greinargóðan fyrirlestur fyrir nemendur og starfsfólk skólans. Andri Snær fjallaði um umhverfismál í víðu samhengi og tengdi við veruleika nemenda.
Frakklandsferð
Foreldraráð VÍ
Aðal- og fræðslufundur Foreldraráðs VÍ verður haldinn 9. september kl. 20.00 í Bláa sal Verzlunarskóla Íslands.
Dagskrá:
Hefðbundin aðalfundarstörf.
Líðan nemenda í framhaldsskólum: Margrét Lilja Guðmundsdóttir, frá Rannsóknum & greiningu segir frá niðurstöðum stórrar rannsóknar.
Nemendafélagið: Sigrún Dís, forseti NFVÍ kynnir verkefni og störf nemendafélagsins.
Allir foreldrar eru hvattir til að mæta, boðið verður upp á kaffiveitingar.
Danir í heimsókn
Vikuna 31. ágúst - 6. september komu 28 danskir nemendur og 2 kennarar frá menntaskólanum Rysenstenn í Danmörku. Heimsókn þeirra er liður í Nordplus verkefni sem Verzlunarskólinn og Rysensteen gymnasium eru þátttakendur í.
Skráning í fjarnám
Fjarnám er kjörinn valkostur fyrir þá sem eiga eftir að ljúka námi eða vilja bæta sig þekkingu í einhverri námsgrein. Skráning á haustönn 2014 fer fram á heimasíðunni. Hægt er að skrá sig allan september.
Kennsla hefst 9. september, en þá verða aðgangsorð að kennslukerfinu send til nemenda.
Vel heppnaður foreldrafundur

Fundur fyrir foreldra/forráðamenn nýnema við Verzlunarskólann var haldinn þriðjudagskvöldið 2. september og var mæting mjög góð.
Kynningarfundur fyrir foreldra og forráðamenn nýnema
Foreldrafundur fyrir foreldra/forráðamenn nýnema verður haldinn í skólanum þriðjudaginn 2. september nk. kl. 20:00. Dagskráin verður með hefðbundnu sniði þar sem skólastjóri fer í stuttu máli yfir ýmis atriði sem lúta að námi við skólann. Á fundinum fá foreldrar og forráðamenn lykilorð að foreldraðgangi í upplýsingakerfi skólans.