Íþróttavika NFVÍ

Vikuna 27. - 31. október stendur Íþróttafélag Verzlunarskólans fyrir hinni árlegu Íþróttaviku, þar sem íþróttalíf skólans blómstrar og nær hámarki.
Einar Kárason í heimsókn

Verzlómál - margnota ílát

Verzlunarskólinn er þátttakandi í verkefninu „Skóli á grænni grein“, en það er evrópskt verkefni undir umsjón Landverndar. Markmið „Skóli á grænni grein“ er að innleiða raunhæfar aðgerðir í umhverfismálum í skólum.
Miðannarmat og vetrarfrí
Niðurstöðurstöður miðannarmats verða aðgengilegar eftir klukkan 15:40 í dag
og birtast nemendum á einkunnasvæðinu í upplýsingakerfinu. Foreldrar og forráðamenn geta nálgast þær í gegnum foreldraaðganginn.
Lögráða nemendur hafa sjálfir tök á að opna fyrir foreldraaðganginn í upplýsingakerfinu á sínu svæði.
Vetrarfrí er framundan og verður skrifstofan því lokuð frá klukkan 16:00 í dag, fimmtudag 16. október, til klukkan 8:00 á þriðjudagsmorgun 21. október.
109 ára afmæli Verzlunarskóla Íslands
Fyrsti kennsludagur í Verzlunarskólanum var þann 16. október árið 1905. Þessi dagur er því réttnefndur afmælisdagur Verzlunarskólans, sem í dag er 109 ára.
Ryoichi Higuchi, japanskur tónlistarmaður á Marmaranum
Ryoichi Higuchi er japanskur tónlistarmaður sem kominn er til landsins til þess að halda tónleika en hann hefur tileinkað tónlistinni líf sitt.
Nemendaheimsókn frá Falun
Vikuna 14.-18. september heimsóttu 30 sænskir nemendur Verzlunarskólann ásamt þremur kennurum. Dvöl þeirra var liður í Nordplus nemendaskiptaverkefni Verzlunarskólans og Kristinegymnasiet í Falun Svíþjóð.