30. okt. 2014 : Íþróttavika NFVÍ

Vikuna 27. - 31. október stendur Íþróttafélag Verzlunarskólans fyrir hinni árlegu Íþróttaviku, þar sem íþróttalíf skólans blómstrar og nær hámarki.

24. okt. 2014 : Einar Kárason í heimsókn

Einar Kárason rithöfundur heimsótti 6. bekkinga í gær og ræddi við þá um ritunartíma Njáls sögu og þann jarðveg sem þetta meistaraverk er sprottið úr, Sturlungaöld. Einar hefur að undanförnu ritað nokkuð um tengsl Sturlunga sögu og Njáls sögu og dustað rykið af þeirri tilgátu að Sturla Þórðarson (1214-1284), höfundur Íslendinga sögu úr Sturlungusafninu, sé höfundur Njálu.

24. okt. 2014 : Verzlómál - margnota ílát

Verzlunarskólinn er þátttakandi í verkefninu „Skóli á grænni grein“, en það er evrópskt verkefni undir umsjón Landverndar. Markmið „Skóli á grænni grein“ er að innleiða raunhæfar aðgerðir í umhverfismálum í skólum.

16. okt. 2014 : Miðannarmat og vetrarfrí

Niðurstöðurstöður miðannarmats verða aðgengilegar eftir klukkan 15:40 í dag

og birtast nemendum á einkunnasvæðinu í upplýsingakerfinu. Foreldrar og forráðamenn geta nálgast þær í gegnum foreldraaðganginn.

Lögráða nemendur hafa sjálfir tök á að opna fyrir foreldraaðganginn í upplýsingakerfinu á sínu svæði.

 

Vetrarfrí er framundan og verður skrifstofan því lokuð frá klukkan 16:00 í dag, fimmtudag 16. október, til klukkan 8:00 á þriðjudagsmorgun 21. október.

16. okt. 2014 : 109 ára afmæli Verzlunarskóla Íslands

Fyrsti kennsludagur í Verzlunarskólanum var þann 16. október árið 1905. Þessi dagur er því réttnefndur afmælisdagur Verzlunarskólans, sem í dag er 109 ára.

6. okt. 2014 : Ryoichi Higuchi, japanskur tónlistarmaður á Marmaranum

Ryoichi Higuchi er japanskur tónlistarmaður sem kominn er til landsins til þess að halda tónleika en hann hefur tileinkað tónlistinni líf sitt.

1. okt. 2014 : Nemendaheimsókn frá Falun

Nemendaheimsókn

Vikuna 14.-18. september heimsóttu 30 sænskir nemendur Verzlunarskólann ásamt þremur kennurum. Dvöl þeirra var liður í Nordplus nemendaskiptaverkefni Verzlunarskólans og Kristinegymnasiet í Falun Svíþjóð.