30. nóv. 2014 : Lokað vegna veðurs

Skólanum verður lokað kl. 16:00 í dag 30. nóvember vegna veðurs.

19. nóv. 2014 : Afgreiðslutími Bókasafns VÍ í prófum

Vegna próflestrar verður afgreiðslutími safnsins frá 26. nóvember til og með 14. des. eftirfarandi:

19. nóv. 2014 : Kynning á Nordjyllands Idræthøjskole

Sigríður Löve og Þórunn Sigurjónsdóttir, nemendur í íþróttalýðháskóla á Norður Jótlandi í Danmörku munu kynna skólann sinn í Rauða sal, fimmtudaginn 20. nóvember kl. 15:40. Skólinn leggur aðaláherslu á íþróttir og geta nemendur valið úr fjölda íþróttagreina til að 

17. nóv. 2014 : Bjarni Daníel sigraði í Vælinu

Vælið, söngkeppni Verzlunarskóla Íslands, fór fram föstudaginn 14. nóvember sl. í Eldborgarsal Hörpu. Óhætt er að fullyrða að keppnin hafi verið glæsileg og tekist vel í alla staði.

11. nóv. 2014 : Rómeyja og Júlía

Listafélag Verzlunarskóla Íslands setur upp leiksýningu í hátíðarsal skólans ár hvert. Mikill metnaður er lagður í uppsetninguna og ekki síður í leikmyndina en nemendur sjá alfarið um hana sjálfir. Leikverkið sem listanefndin valdi að þessu sinni til uppsetningar er nútímaleg uppfærsla á frægasta ástarharmleik allra tíma eftir William Shakespeare. Þrátt fyrir að varpa nýju ljósi á kynjahlutverk í verkinu heldur Rómeyja og Júlía tryggð við söguþráðinn, sem er um tvo unga einstaklinga sem upplifa forboðna ást vegna óskiljanlegs fjölskyldurígs.

9. nóv. 2014 : Góðgerðarráð Verzlunarskóla Íslands - Bingó

Mánudaginn 10. nóvember mun Góðgerðarráð Verzlunarskóla Íslands halda hið árlega bingó þar sem veglegir vinningar eru í boði. Bingóið hefst klukkan 20:00.

5. nóv. 2014 : Próftaflan er komin á netið

Próftöflu dagskóla haustið 2014 er að finna undir "Skólinn" - "Próftafla" og "Nemendur" - "Próftafla og einnig hér.  Próftöflu fjarnáms er að finna hér.

4. nóv. 2014 : Heimasíða Verzlunarskólablaðsins

Ritnefnd Verzlunarskólablaðsins hefur sett upp vefsíðu þar sem árbókin mun verða aðgengileg öllum á veraldarvefnum. Þetta er í fyrsta skipti sem slík síða er sett upp í tengslum við útgáfu Verzlunarskólablaðsins.