Month: nóvember 2014

Lokað vegna veðurs

Skólanum verður lokað kl. 16:00 í dag 30. nóvember vegna veðurs.

Afgreiðslutími Bókasafns VÍ í prófum

Vegna próflestrar verður afgreiðslutími safnsins frá 26. nóvember til og með 14. des. eftirfarandi:   Mánudaga- fimmtudaga 8:00-22:00     föstudaga 8:00-17:00    laugardaga 10:00-19:00    sunnudaga 10:00-22:00     ATH: 28. nóv. er opið frá 8:00 -12:00 12 des. er opið frá 08:00-16:00 Gangi ykkur vel að lesa!

Kynning á Nordjyllands Idræthøjskole

Sigríður Löve og Þórunn Sigurjónsdóttir, nemendur í íþróttalýðháskóla á Norður Jótlandi í Danmörku munu kynna skólann sinn í Rauða sal, fimmtudaginn 20. nóvember kl. 15:40. Skólinn leggur aðaláherslu á íþróttir og geta nemendur valið úr fjölda íþróttagreina til að stunda í skólanum. Skólinn býður upp á íþróttagreinar eins og fitness, spinning, boltaíþróttir, maraþon og þríþraut…. Read more »

Bjarni Daníel sigraði í Vælinu

Vælið, söngkeppni Verzlunarskóla Íslands, fór fram föstudaginn 14. nóvember sl. í Eldborgarsal Hörpu. Óhætt er að fullyrða að keppnin hafi verið glæsileg og tekist vel í alla staði. Á Vælinu komu fram 13 stórglæsileg söngatriði frá nemendum skólans og var sigurvegari kvöldsins Bjarni Daníel Þorvaldsson með lagið „Kissing a Fool“. Í öðru sæti var Ari… Read more »

Rómeyja og Júlía

Listafélag Verzlunarskóla Íslands setur upp leiksýningu í hátíðarsal skólans ár hvert. Mikill metnaður er lagður í uppsetninguna og ekki síður í leikmyndina en nemendur sjá alfarið um hana sjálfir. Leikverkið sem listanefndin valdi að þessu sinni til uppsetningar er nútímaleg uppfærsla á frægasta ástarharmleik allra tíma eftir William Shakespeare. Þrátt fyrir að varpa nýju ljósi… Read more »

Góðgerðarráð Verzlunarskóla Íslands – Bingó

Mánudaginn 10. nóvember mun Góðgerðarráð Verzlunarskóla Íslands halda hið árlega bingó þar sem veglegir vinningar eru í boði. Bingóið hefst klukkan 20:00. Eitt bingóspjald kostar 300 kr. Tvö bingóspjöld kosta 500 kr. GVÍ, Góðgerðarráð Verzlunarskóla Íslands, hefur látið margt gott af sér leiða í gegnum árin. Til að mynda stóð GVÍ að því að reisa leikskóla í Kenía,… Read more »

Heimasíða Verzlunarskólablaðsins

Ritnefnd Verzlunarskólablaðsins hefur sett upp vefsíðu þar sem árbókin mun verða aðgengileg öllum á veraldarvefnum. Þetta er í fyrsta skipti sem slík síða er sett upp í tengslum við útgáfu Verzlunarskólablaðsins.  http://www.v81.is/ Markmið síðunnar er að setja fordæmi fyrir tæknivæðingu innan nemendafélagsins og að veita fyrrum nemendum skólans aðgang að efni blaðsins án þess að þurfa að… Read more »