22. jan. 2015 : Foreldraviðtöl

Fimmtudaginn 29. janúar n.k. verður foreldrum og forráðamönnum 3. og 4. bekkinga boðið að koma í viðtöl hjá umsjónarkennurum. Áætlað er að hvert viðtal taki ekki lengri tíma en 10 mín. og verður foreldrum boðið að koma á milli 12:50 og 18:00.

Foreldrar/forráðamenn nemenda senda póst á umsjónarkennnara til þess að finna hentugan viðtalstíma. Upplýsingar um netföng og heimastofur má finna með því að smella á lesa meira.

22. jan. 2015 : Bersamótið - handboltamót framhaldsskólanna

Bersamótið – handboltamót framhaldsskólanna, var haldið laugardaginn 17. janúar í íþróttahúsinu við Strandgötu. Nemendafélag Flensborgarskólans í Hafnarfirði stóð fyrir viðburðinum. Verzlingar mættu ákveðnir

21. jan. 2015 : Evrópusamstarfsverkefnið Erasmus+: Young Voices in the European Democracies

Dagana 12.-17. janúar var haldinn fyrsti vinnufundur af níu, á vegum Evrópusamstarfsverkefnisins Erasmus+ undir yfirskriftinni Young Voices in the European Democracies. Fundurinn fór fram í Verzlunarskóla Íslands en þátttökulönd verkefnisins eru Ísland, Tyrkland, Grikkland, Ítalía, Frakkland, Spánn, Rúmenía, Búlgaría og Þýskaland.

19. jan. 2015 : Nemendaheimsókn til Genf

Nemendur eðlisfræðibekkja fóru nýlega í vísindaferð til CERN í Genf þar sem róteindahraðallinn LHC var skoðaður í návígi og hinn risavaxni CMS-öreindanemi , sem er á 100 metra dýpi , var heimsóttur.