23. feb. 2015 : Verzlingar standa sig vel í enskri ræðukeppni: Tinna Líf í 5-D varð í öðru sæti

Laugardaginn 21. febrúar tóku fimm nemendur frá Verzlunarskóla Íslands þátt í enskri ræðukeppni á vegum ESU á Íslandi í HR. Þau voru Bjarni Ármann Atlason, 3-T, Daníel Hans Erlendsson, 4-R, Elísa Kristín Sverrisdóttir, 5-T, Ingimar Aron Baldursson, 3-I, og Tinna líf Jörgensdóttir, 5-D. Öll stóðu þau sig...

4. feb. 2015 : Nemendamót 2015

Vegna Nemendamóts er skólinn lokaður fimmtudag og föstudag. Skólinn verður opnaður klukkan 7:30 mánudaginn 9. febrúar.
Starfsfólk skólans óskar nemendum góðrar skemmtunar á Nemendamótinu.

3. feb. 2015 : Gleði- og forvarnardagur

Miðvikudaginn 4. febrúar er Gleði- og forvarnardagur VÍ. Mætingarskylda er þenna dag og verður kennt skv. hefðbundinni stundaskrá fyrsta tímann en að honum loknum taka við fyrirlestrar, örnámskeið og ýmsar skemmtilegar uppákomur. Dagskráin einkennist af mikilli fjölbreytni og því ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Við óskum ykkur góðrar skemmtunar og vonum að þið njótið dagsins. Dagskrána má nálgast hér.