27. mar. 2015 : Skólakynning 17. apríl kl. 13

Föstudaginn 17. apríl kl. 13 býður Verzlunarskólinn áhugasömum 10. bekkingum sem misstu af opna húsinu að koma og skoða skólann. Áhugasamir vinsamlegast sendið staðfestingarpóst á kristinh@verslo.is

26. mar. 2015 : Stúdentspróf á þremur árum

verslo

Viðskiptaráð Íslands, sem hefur verið bakhjarl Verzlunarskólans áratugum saman, hefur lengi talað fyrir því að námstími til stúdentsprófs verði styttur um eitt ár. Með nýjum lögum um framhaldsskóla frá árinu 2008 sköpuðust undirstöður sem nauðsynlegar eru til þess að leggja í slíka vegferð. Skólanefnd skólans og stjórnendur fengu það hlutverk að leggja mat á hvort ekki væri grundvöllur fyrir Verzlunarskólann að stytta námstímann til stúdentsprófs.

26. mar. 2015 : Ný vefsíða - www.verzlo.com

Við kynnum með stolti nýja vefsíðu sem komin er í loftið en hún er hönnuð með það í huga að útskýra þriggja ára námið í Verzló. Á síðunni má finna myndbönd sem kynna þessar breytingar auk nákvæmra útskýringa á hverri námsbraut fyrir sig. Framleiðslufyrirtækið IRIS sá um gerð síðunnar og þökkum við þeim kærlega fyrir vel unna síðu. Lesa meira.

26. mar. 2015 : Frakkar í heimsókn

Vikuna 20. – 27.mars eru 25 nemendur frá menntaskólanum Lycée Chateaubriand í Rennes Frakklandi í heimsókn.   Þeir eru gestir nemenda í Verzló sem valið hafa frönsku sem þriðja mál. Með í för eru þrír kennarar sem allir kenna námsgreinar sínar að hluta til á ensku.

Lesa meira.

26. mar. 2015 : Nemendaheimsókn til Haderslev

Hópur nemenda úr 4. bekk, ásamt tveimur kennurum, lagði land undir fót í síðustu viku. Flogið var til Kaupmannahafnar og síðan ekið með rútu til Haderslev á Suður Jótlandi. Þar heimsótti hópurinn Haderslevs Katedralskole sem er almennur danskur menntaskóli. Nemendur gistu hjá dönskum nemendum, ferðuðust og unnu verkefni saman. Lesa meira.

25. mar. 2015 : Fyrirtækjasmiðja VÍ: vörumessa í Smáralind 10. -11. apríl

Í Versló eru nú starfandi 21 fyrirtæki í áfanganum rekstrarhagfræði 323 og þjóðhagfræði 313, á viðskiptasviði og hagfræðisviði. Nemendur þessa áfanga taka þátt í vörumessu í Smáralind 10. og 11. apríl n.k. Áfanginn er kenndur samtímis í 6 framhaldsskólum og koma allir þeir nemendur saman í Smáralind til að kynna og selja vörur sínar og þjónustu.

Lesa meira

24. mar. 2015 : Páskabingó 26. mars

Fimmtudaginn 26. mars kl. 20:00 mun 6. bekkjarráð standa fyrir páskabingói sem haldið verður í bláa sal Verzlunarskólans.

Eitt bingóspjald kostar 400 kr. Lesa meira

20. mar. 2015 : Vika franskrar tungu og keppni frönskunema

Daníel Alexander Pálsson nemandi í 6-R hreppti 3. sætið í keppni frönskunema sem haldin var á Borgarbókasafninu, Tryggvagötu, laugardaginn 21. mars. Alls tóku 3 nemendur frá Verzlunarskólanum þátt í keppninni, en það voru auk Daníels, þær Gunnhildur Sif Oddsdóttir 6-R og Gréta Arnarsdóttir í 5-B. Lesa meira.

20. mar. 2015 : Mikill fjöldi á opna húsinu

Við þökkum kærlega fyrir allan þann fjölda sem mætti á opna húsið í gær. Starfsfólk og nemendur skólans kynntu námsframboð, inntökuskilyrði, félagslíf og húsnæði skólans. Gestirnir sýndu bæði skólanum og nýjum námsbrautum mikinn áhuga en skólinn mun kenna eftir nýrri námskrá á næsta skólaári þar sem nemendur munu útskrifast á þremur árum í stað fjögurra. Lesa meira.

20. mar. 2015 : Frakklandsferð

Vikuna 8.-14. mars dvöldu fjórir nemendur Verzlunarskólans í Lycée Albert de Mun í 7. hverfi í París ásamt tveimur kennurum. Dvöl þeirra er liður í stóru Erasmus+ Evrópuverkefni níu landa sem fjallar um ungt fólk og lýðræði.

Lesa meira.

16. mar. 2015 : Opið hús - 19. mars

Fimmtudaginn 19. mars milli 17:00 og 19:00 opnum við skólann og tökum á móti 10. bekkingum og foreldrum/forráðamönnum þeirra. Gestum verður boðið að ganga um húsnæði skólans undir leiðsögn nemenda og munu skólastjórnendur, kennarar og námsráðgjafar vera á staðnum og sitja fyrir svörum. Lesa meira.

12. mar. 2015 : Fjölbreytileikanum fagnað í kvöld

Í kvöld fimmtudaginn 12. mars kl: 20:00 verður fyrirlestur í Bláa sal Verzlunarskólans þar sem fjölbreytileikanum verður fagnað og nemendur, foreldrar og aðrir gestir fræddir um hin ýmsu mál er varða hinsegin fólk. Fyrirlesturinn er skipulagður af nemendum Verzlunarskóla Íslands og nemendum Menntaskólans í Reykjavík.

Lesa meira

Síða 1 af 2