11. mar. 2015 : Heimsókn náms- og starfsráðgjafa - kynning á nýju námsfyrirkomulagi

Rúmlega 30 náms- og starfsráðgjafar sem starfa í grunnskólum landsins heimsóttu Verzlunarskólann í dag þar sem fram fór kynning á nýju námsfyrirkomulagi en frá og með haustinu 2015 verður kennt samkvæmt nýrri námskrá við skólann og munu nemendur þá útskrifast með stúdentspróf á þremur árum.

10. mar. 2015 : Berlínarferð 5.-8. mars

Dagana 5.-8. mars fór 37 manna hópur nemenda í Berlínarvaláfanga til Berlínar ásamt þremur kennurum. Hópurinn dvaldi saman á Hosteli í hverfinu Kreuzberg í Berlín. Nemendur heimsóttu ýmsa staði eins og t.d. þinghúsið þar sem farið var upp í kúpulinn, þýska sögusafnið og farið var upp í sjónvarpsturninn.

4. mar. 2015 : Vel heppnuð skíðaferð

Helgina 27. feb.-1. mars fóru rúmlega 70 nemendur Verzlunarskólans í skíðaferð til Akureyrar á vegum íþróttafélagsins. Nemendur fengu ljómandi gott skíðaveður alla helgina og skemmtu þeir sér vel í brekkunum...

3. mar. 2015 : Nordplus heimsókn

Vikuna 2.-6. mars eru norrænir gestir hér í Verzlunarskólanum á vegum verkefnisins Nordplus junior. Um er að ræða samstarfsverkefni fjögurra framhaldsskóla í Danmörku Noregi, Svíþjóð og Íslandi.

Síða 2 af 2