30. apr. 2015 : Opnunartími bókasafnsins í prófum

Vegna próflestrar verður afgreiðslutími bókasafnsins frá 29. apríl til og með 14. maí eftirfarandi:

mánud.-fimmtud. 8:00-22:00
föstudag: 8:00-18:00
laugardaga: 10:00-19:00
sunnudaga: 10:00-22:00

ATH: 1. maí er opið 10:00-18:00
14. maí (uppstigningardag) er opið 10:00-22:00

28. apr. 2015 : Peysufatadagurinn

Peysufatadagur 4. bekkjar Verzlunarskóla Íslands var haldinn hátíðlegur mánudaginn 27. apríl. Eftir hátíðlega dagskrá í Bláa sal skólans var haldið í rútu niður í miðbæ þar sem nemendur gengu niður Laugarveginn og stigu svo dans á Ingólfstorgi. Lesa meira

26. apr. 2015 : Peysufatadagur

Peysufatadagur nemenda 4. bekkjar verður haldinn hátíðlegur mánudaginn 27. apríl. Foreldrum og forráðamönnum er velkomið að mæta niður á Ingólfstorg og fylgjast með nemendum dansa í búningunum. Áætluð koma niður á Ingólfstorg er kl. 12:25. Þó getur dagskráin alltaf riðlast og því hvetjum við foreldra og forráðamenn til að vera í sambandi við nemendur, t.d. í gegnum SMS, þegar þau nálgast Ingólfstorg.
Við vonumst til að sem flestir sjái sér fært að mæta og gleðjast með krökkunum á þessum degi. Smellið á fyrirsögn til að sjá nánari dagskrá.

24. apr. 2015 : Dagur jarðar

Alþjóðlegur dagur jarðar er 22. apríl ár hvert. Í ár var almenningur hvattur til þess að fara út og týna rusl í kringum sitt nánasta umhverfi enda af nógu að taka eftir strangan vetur. Nemendur og starfsfólk skólans svöruðu þessu kalli og gerðu hreint fyrir dyrum skólans og lóðinni umhverfis hann. Skemmst er frá því að segja að aðkoman er nú allt önnur og mun ánægjulegri fyrir alla.

23. apr. 2015 : Brautskráning stúdenta – breytt tímasetning.

Brautskráning stúdenta fer fram í Háskólabíói þann 23. maí næstkomandi. Athöfnin hefst klukkan 13:00 og má reikna með að hún standi yfir í u.þ.b. tvo tíma. Að brautskráningu lokinni ganga stúdentar að aðalbyggingu Háskóla Íslands þar sem tekin verður mynd af hópnum. 

23. apr. 2015 : Þríþraut Verzlunarskólans

Fyrsta þríþraut Verzlunarskólans var haldin á Seltjarnarnesi í blíðskaparveðri þann 21. apríl síðastliðinn. Þríþrautin samanstóð af 11 km hjólreiðum, 3.2 km hlaupi og 600 m sundi. 

Lesa meira.

16. apr. 2015 : Happdrætti Góðgerðarráðs VÍ

Góðgerðaráð VÍ hefur hafið sölu á happdrættismiðum en allur ágóði af sölu miðanna rennur til ABC barnahjálpar. Miðinn kostar 1000 kr. og eru veglegir vinningar í boði. Má þar helst nefna, flug fyrir 2 til Alicante með Heimsferðum, 20.000 kr. gjafabréf frá Lindex, gisting fyrir 2 á Hótel Vestmannaeyjum og gisting fyrir 2 á lonic Luxus Hótel. Lesa meira.

15. apr. 2015 : Nemendaheimsókn til Tolmin í Slóveníu

16 nemendur Verzlunarskólans ásamt tveimur kennurum eru nýkomnir heim eftir vikudvöl í Tolmin í Slóveníu í tengslum við nemendaskiptaverkefni milli Verzlunarskólans og Gimnazija Tolmin.

Lesa meira