Month: maí 2015

Vinningshafar í edrúpottinum

Lokaball nemenda var haldið þann 15. maí síðastliðinn og voru nöfn eftirfarandi nemenda dregin úr edrúpottinum. Anna Huyen 6-I fær 20.000 kr inneign í Kringlunni frá foreldraráði VÍ Daníel 6-R fær 10.000 kr inneign í Kringlunni frá foreldraráði VÍ Brynja Pálína fær 10.000 kr inneign í Kringlunni frá foreldraráði VÍ   Daníel Arnar 5-U fær… Read more »

Afhending verslunarprófsskírteina og prófsýning

Afhending verslunarprófsskírteina fer fram miðvikudaginn 20. maí klukkan 10:00 í Bláa sal. Um formlega athöfn er að ræða og eru nemendur því beðnir um að mæta snyrtilegir til fara. Einkunnir birtast í upplýsingakerfinu 19. maí klukkan 19:00. Prófsýning fyrir alla bekki verður milli kl.12:15 og 13:30 miðvikudaginn 20. maí.

Nemendur í frumkvöðlafræði gáfu hálfa milljón

Nemendurnir, Andrea Björns­dótt­ir, Arn­ór Rafn Gísla­son, Goði Már Daðason, Gunn­ar Bjarki Björns­son, Helga Sig­ríður Magnús­dótt­ir og Hjalti Stein­ar Sig­ur­björns­son stofnuðu fyrirtækið Mystma í frumkvöðlafræði í vor. Þau hönnuðu nælur til styrktar Krabbameinsfélaginu og skilaði verkefnið tæpri hálfri milljón eða 470.000 kr. Hér má sjá frétt sem birtist á Mbl.is um fyrirtækið: Frum­kvöðlar gáfu hálfa millj­ón 

Lokaball í Hörpunni föstudaginn 15. maí.

Hleypt er inn í húsið frá klukkan 22:00 og því lokað klukkan 24:00 (á miðnætti) og eru nemendur beðnir um að virða þessi tímamörk. Ballið sjálft stendur til klukkan 01:00.   3. bekkur mætir milli klukkan 22:00 – 22:20. 4. bekkur mætir milli klukkan 22:20 – 22:40. 5. bekkur mætir milli klukkan 22:40 – 23:00…. Read more »

Um námsframvindu

Því miður gerist það á hverju ári að nemendur ná ekki þeim kröfum sem til þeirra eru gerðar í áföngum og þá er mikilvægt að þeir og foreldrar þeirra kynni sér vel hvaða reglur eiga við þegar nemandi fellur í áfanga. Í meginatriðum gerist eftirfarandi: Nemendur sem falla á vorönn (maí) verða að endurtaka áfangann… Read more »

Brautskráning stúdenta 2015

Brautskráning stúdenta frá Verzlunarskólanum fór fram laugardaginn 23. maí við hátíðlega athöfn í Háskólabíói. Alls brautskráðust 295 nýstúdentar, 287 úr dagskóla og 8 úr fjarnámi. Fjölmennasti hópurinn kom af náttúrufræðibraut, eða 145, 115 af viðskiptabraut, 35 af félagsfræðabraut. Í útskriftarhópnum voru 164 stúlkur og 131 piltur. Að vanda var úthlutað úr VÍ 100 sjóðnum en… Read more »