Vefpóstur
Verið er að flytja öll pósthólf yfir á skýið hjá Microsoft. Ef vefpósturinn hér til hliðar virkar ekki þá er best að smella á tengilinn https://outlook.com/verslo.is og setja inn netfang í stað notendanafns (notandi@verslo.is). Einnig er hægt að senda póst á thordur@verslo.is. Ef pósturinn í símann virkar ekki þá er einfaldast að eyða stillingunum út og setja inn aftur. Nægir þá að tilgreina netfang, notendanafn og lykilorð. Ekki þarf að tilgreina póstþjón.
Við lok innritunar
Nú er innritun í framhaldsskóla lokið og vonandi fara sem flestir sáttir út í sumarið. Aðsókn að Verzlunarskólanum var mjög mikil í ár og sóttu 555 um skólann sem val 1 og 140 val 2. Af þeim sem völdu skólann sem val 1 voru 322 með einkunn 9,0 eða hærra. Meðaleinkunn umsækjenda var 9,0 og meðaleinkunn þeirra sem voru teknir inn var 9,4. Af þeim nemendum sem var hafnað voru rúmlega 60 með einkunn 9,0 og hærra.
Vélritun og undirbúningsnámskeið í stærðfræði
Nemendum sem skráðir eru á 1. námsár 2015-2016 gefst kostur á undirbúningsnámskeiði í stærðfræði. Einnig býðst þeimað ljúka vélritunaráfanganum VÉLR1FI02 í fjarnámi í sumar.