22. sep. 2015 : Verið velkomin á foreldrakvöld í Verzló - Bláa sal


Þriðjudaginn 29. sept. Kl. 19.30 býður Foreldraráðið öllum foreldrum og forráðamönnum nemenda í Verzló á foreldrakvöld með góðum veitingum, skemmtilegri samveru og fjölbreyttri dagskrá sem er eftirfarandi: Lesa meira

14. sep. 2015 : Fyrirlestur um málefni flóttafólks

Miðvikudaginn 16.september verður hraðatafla fyrir hádegi og verður haldinn fyrirlestur um málefni flóttafólks kl 11. Fyrirlesarar eru Gísli Einarsson, fréttamaður og Sigríður Víðis Jónsdóttir upplýsingafulltrúi UNICEF. Lesa meira.

13. sep. 2015 : Vinningshafar í edrúpottinum

Nemendaþjónustan hefur dregið vinninga úr edrúpottinum. Við getum verið stolt af þessu fyrsta balli vetrarins en alls blésu 727 af 1700 ballgestum eða 42.7% sem verður að teljast góður árangur. Vinningar eru hjá námsráðgjöfum. Lesa meira.

Danskir nemendur í heimsókn

9. sep. 2015 : Danskir nemendur í heimsókn

Dagana 6.-12. september verða 27 danskir nemendur og 2 kennarar frá Rysensteen menntaskólanum í heimsókn. Þetta er þriðja árið í röð sem skólarnir vinna saman að verkefnum sem lúta að nýtingu á hreinni orku og líftæknirannsóknum. Samstarfið hefur verið afar farsælt og er það von okkar að dönsku gestirnir og íslensku gestgjafarnir eigi góða viku saman. Lesa meira.

8. sep. 2015 : Jöfnunarstyrkur

Opnað hefur verið fyrir umsóknir vegna jöfnunarstyrks á skólaárinu 2015-2016. Nemendur geta sótt um jöfnunarstyrkinn í gegnum sitt svæði í heimabankanum sínum og/eða Innu, vefkerfi framhaldsskólanna. Umsóknarfrestur vegna haustannar 2015 er til 15. október næstkomandi.

2. sep. 2015 : Málfundur um innritun og einkunnaverðbólgu

Miðvikudaginn 2. september mun fara fram málfundur um inntöku nýnema í menntaskóla og þá einkunnaverðbólgu sem virðist hafa aukist síðastliðin ár. Mikil umræða var um málið í sumar og munu fulltrúar frá ýmsum stigum menntakerfisins mæta og ræða hvað úrræði eru við þessu vandamáli. 

Fundurinn fer fram í Bláa sal Verzlunarskóla Íslands kl. 20:00 og eru allir velkomnir.

Spænskir nemendur í heimsókn

2. sep. 2015 : Spænskir nemendur í heimsókn

Dagana 2. - 7. september koma 14 spænskir nemendur og einn kennari frá menntaskólanum Colegio Corazón de María (www.codema.es), á Spáni.  Heimsókn þeirra er liður í eTwinning verkefni sem Verzlunarskólinn og Clarentinos skólinn eru þátttakendur í. Lesa meira.