24. nóv. 2015 : Prófabankinn

Prófabankinn er kominn á intranetið. Smelltu á Intranet hér hægra megin á síðunni og skráðu þig inn með sömu aðgangsorðum og í skólanum.

18. nóv. 2015 : Birtingarmyndir kynjanna í félagslífi framhaldsskólanema

Rakel Magnúsdóttir og Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir kynjafræðingar héldu fyrirlestur um birtingarmyndir kynjanna í félagslífi framhaldsskólanema.

17. nóv. 2015 : Próftafla haustprófa 2015

Hér er tengill á endanlega próftöflu dagskólans. Gerðar voru nokkrar breytingar frá þeim drögum sem birt voru fyrir skömmu. Ekki var hægt að verða við öllum breytingum en þær breytingar sem gerðar voru þóttu alla jafna til bóta.

Athugið! Afar áríðandi er að nemendur skoði vel allar tímasetningar og þá sérstaklega klukkan hvað hvert próf byrjar.

Nemendur sem ekki eru öryggir á klukkunni gætu misst af prófi.

Próftöflu fjarnámsins má nálgast hér.

16. nóv. 2015 : Stafsetningarkeppni var haldin á Marmaranum í hádeginu í dag í tilefni af Degi íslenskrar tungu

Stafsetningarkeppni var haldin á Marmaranum í hádeginu í dag í tilefni af Degi íslenskrar tungu. Það var Málfundafélag V.Í. sem hafði veg og vanda af keppninni. Sex nemendur komu í pontu og fengu úthlutað orðum sem stafsetja átti í heyranda hljóði auk þess sem gefa þurfti dæmi um notkun þeirra í íslensku máli. Lesa meira.

13. nóv. 2015 : Vinningshafar í edrúpottinum

Miðannaball nemenda var haldið þann 10. nóvember síðastliðinn og voru nöfn eftirfarandi nemenda dregin úr edrúpottinum. Lesa meira.