Month: janúar 2016

Endurtektarpróf – próftafla

Á próftöflu og í Vefriti var auglýst að endurtektarpróf fyrir dagskóla yrðu lögð fyrir dagana 6. til 8. janúar. Við gerð próftöflunnar urðu það margir árekstrar að ákveðið var að fjölga dögunum og bæta þriðjudeginum 5. janúar við, engu að síður var ekki hægt að koma alveg í veg fyrir árekstra. Einhverjir nemendur lenda í… Read more »

Afgreiðslutími bókasafnsins í endurtektarprófunum

  Vegna endurtektarprófa verður afgreiðslutími bókasafnsins frá mánudeginum 4. jan. til og með fimmtudeginum 7. jan. eftirfarandi: 4. janúar: 8-19 5. janúar: 8-22 6. janúar 8-22 7. janúar 8-22 Verið velkomin og gangi ykkur vel.

Blóðbankabíllinn við Verzló fimmtudaginn 14. janúar

Blóðbankabíllinn verður við Versló fimmtudaginn 14. janúar frá kl.09:30-14:00.Tilgangurinn er að safna blóðgjöfum enda er mikilvægt að Blóðbankinn eigi ríkulegar innistæður á öllum tímum því slysin gera ekki boð á undan sér. Almennt eru framhaldsskólanemendur einhverra hluta vegna tregir til þess að gefa blóð en það á víst ekki við um nemendur Verzló. Nemendur skólans hafa… Read more »

Jöfnunarstyrkur

Sækir þú nám fjarri lögheimili og fjölskyldu? Kynntu þér reglur um námsstyrki og leiðbeiningar um skráningu á  www.lin.is  Hægt er að skrá umsókn á Innu eða netbankanum. Umsóknarfrestur vegna vorannar 2016 er til 15. febrúar næstkomandi.  www.lin.is Lánasjóður íslenskra námsmanna Námsstyrkjanefnd 

Foreldraviðtöl

Fimmtudaginn 28. janúar nk. verður foreldrum og forráðamönnum 1. ársnema og 4. bekkinga boðið að koma í viðtöl hjá umsjónarkennurum. Áætlað er að hvert viðtal taki ekki lengri tíma en 10 mín. og verður foreldrum boðið að koma á milli 12:50 og 18:00. Í 4. bekk munu foreldrar hitta umsjónarkennara síðustu annar. Foreldrar/forráðamenn nemenda senda… Read more »

Vefpóstur

Flýtivísuninni „Vefpóstur“ á www.verslo.is hefur verið eytt. Vefpósturinn er hluti af Office 365 og því nægir að hafa flýtivísunina „Office 365“.  Velja þarf „Mail“ í valmöguleikunum sem birtast. Vefslóðirnar portal.office.com, outlook.office365.com og login.microsoftonline.com skila líka allar notandanum í Office 365.