22. feb. 2016 : Verslingar vinna ensku ræðukeppnina

Tveir nemendur Verzlunarskólans urðu í fyrsta og öðru sæti í landskeppni ensku ræðukeppninnar á vegum ESU, sem haldin var í Háskólanum í Reykjavík sl. laugardag.  Tinna Líf Jörgensdóttir varð í fyrsta sæti og Benedikt Bjarnason í öðru sæti.  Stefán Ás Ingvarsson komst í sex manna úrslit.
Versló átti alls sex keppendur af fimmtán, og stóðu þeir sig afspyrnu vel og voru sér og sínum til sóma.  Enginn öfundaði dómarana þegar skera átti úr um hverjir kæmust áfram í sex manna úrslit og því síður hverjir sigruðu að lokum. Dómarar í úrslitakeppninni voru: Erling Aspelund, Katrín Jakobsdóttir alþingismaður, Stuart Wheeler, sendiherra Kanada á Íslandi og Robyn Mitchell, nýr formaður ESU á Íslandi.
Niðurstaða þeirra var að þrír frá Versló fóru í sex manna úrslit, þeir Benedikt Bjarnason, Stefán Ás Ingvarsson og Tinna Líf Jörgensdóttir. Að lokum stóð Tinna uppi sem sigurvegari og Benedikt í öðru sæti. Tinna fer því sem fulltrúi Íslands í alþjóðakeppnina í London í vor.    

No-alcohol-modafinil-tips

15. feb. 2016 : Vinningshafar í edrúpottinum

Búið er að draga úr edrúpottinum og eru vinningshafar eftirfarandi:

Karen Lárusdóttir 1-A 10.000 kr, frá foreldraráði VÍ
Jónína Melsteð Margrétardóttir 1-B 10.000 kr, frá foreldraráði VÍ
Sólveig María Sölvadóttir 1-B 10.000 kr, frá foreldraráði VÍ
Steinar Guðlaugsson 1-F 10.000 kr, frá foreldraráði VÍ
Aron Ás Kjartansson 1-R – 10 máltíðakort í Matbúð
Sveinn Ísak Kristinsson 1-R 10.000 kr, frá foreldraráði VÍ
Svanhildur S Þorsteinsdóttir 1-S 10.000 kr, frá foreldraráði VÍ
Sindri Másson 1-T 10.000 kr, frá foreldraráði VÍ
Fanney Birgisdóttir 1-V 10.000 kr, frá foreldraráði VÍ

12594002_1677569092488118_7968691996490890680_o

15. feb. 2016 : Nemendamót VÍ

Fyrsti fimmtudagur febrúarmánaðar er ævinlega stór dagur í lífi Verzlinga en þann dag fer árlegt Nemendamót VÍ fram. Nemendamótsdagurinn er órjúfanlegur hluti skólans og hefðin sem honum fylgir mikil. Þessi dagur er hápunktur félagslífsins og eðlilega miklar væntingar sem honum fylgja. Algengt er að bekkirnir byrji daginn snemma og hittist yfir morgunverði í heimahúsi áður en farið er á leiksýninguna, sem að þessu sinni er

IMG_1922

15. feb. 2016 : Gleðidagur VÍ

Miðvikudaginn 3. febrúar er Gleðidagur VÍ. Hefðbundin kennsla verður í fyrsta tíma en eftir það taka við fyrirlestrar, örnámskeið og ýmsar skemmtilegar uppákomur. Dagskráin einkennist af mikilli fjölbreytni og því ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.