Próf

26. apr. 2016 : Prófabankinn

Prófabankinn er kominn á Office 365. Þú getur nálgast hann með því að smella á hlekkinn hér að neðan.

Profabanki

20160423_113600_resized

24. apr. 2016 : Berlínarferð

24 nemendur í valáfanganum  Berlin, mannlíf, menning og saga 143 dvöldu í Berlín 21. – 24. apríl síðastliðinn. Ferðin tókst í alla staði mjög vel. Nemendur gengu um miðborgina þar sem þeir skoðuðu helstu kennileiti eins og Brandenburger Tor, Checkpoint Charlie og Jüdisches Monument. Stasifangelsið í Hohehnschönhausen var heimsótt, sem og þýska sögusafnið (Deutsches Historisches Museum). Farið var upp í kúpulinn á þinghúsinu og hópurinn gekk um Bernauerstraße þar sem sjá má leifar af því hvernig múrinn lá, en þar er einnig minnsimerki um þá sem féllu er þeir reyndu að flýja á milli austur- og vestur Berlínar. Nemendur voru til fyrirmyndar hvar sem þeir komu og voru skólanum til sóma.

 

 

15. apr. 2016 : Erlendir gestir í heimsókn

Dagana 13.-18. apríl verða nemendur og kennarar frá Slóveníu og Portúgal í heimsókn. Heimsóknin er liður í þriggja landa samstarfsverkefni sem styrkt er af EFTAgrant/Norwaygrant. Verkefnið ber yfirskriftina United in Biodiversity-keep our world colourful. Allir nemendurnir í verkefninu eru á náttúrufræðibraut og frá Verzló taka  12 nemendur í 4. bekk þátt sem einnig hýsa erlendu gestina. Þátttakendur hafa verið að vinna verkefni í tenglsum við líffræðilegan fjölbreytileika og mikilvægi stöðugleika hans í verndun og heilbrigði vistkerfa.

4. apr. 2016 : Stúdentafagnaður

Stúdentafagnaður afmælisárganga Verzlunarskóla Íslands verður haldinn í Gullhömrum miðvikudaginn 20. apríl 2016.  Húsið opnar kl. 19.30 og borðhald hefst kl. 20.

Miðaverð kr. 8.000.- og greiðist inn á 0515-14-613742 kt. 690269-1399 fyrir 17. apríl nk. Miðar afhentir við innganginn. Allar nánari uppl. á skrifstofu skólans.

 Dagskrá  20. apríl 2016

  •           Ingi Ólafsson skólastjóri býður gesti velkomna
  •           Veislustjóri: Guðrún Jóhanna Guðmundsdóttir, 30 ára stúdent
  •          Skólasöngur Verzlunarskólans sunginn
  •          Forréttur borinn fram
  •          Hátíðarræða: Andri Þór Guðmundsson, 30 ára stúdent
  •          Valgerður Guðnadóttir, söngkona, 20 ára stúdent
  •          Aðalréttur steikarhlaðborð
  •          Atriði úr nemendamótssýningu 2016 „Moulin Rouge“
  •          Eftirréttur borinn fram
  •          Dansleikur – skífuþeytirinn Siggi Hlö