
Brautskráning stúdenta 2016
Brautskráning stúdenta frá Verzlunarskólanum fór fram laugardaginn 28. maí við hátíðlega athöfn í Háskólabíói. Alls brautskráðust 296 nýstúdentar og þar af 6 nemendur með stúdentspróf úr fjarnámi skólans. . Útskriftarhópurinn samanstóð af 182 stúlkum og 114 piltum.
Að vanda var úthlutað úr VÍ 100 sjóðnum en hann var stofnaður í tilefni af aldarafmæli skólans. Fyrrverandi nemendur skólans lögðu fé í sjóðinn og í skipulagsskrá fyrir sjóðinn segir m.a. að árlega skuli hann styrkja valda nemendur með fjárframlagi, þegar þeir flytjast milli bekkja eða ljúka stúdentsprófi. Skal við það miðað að styrkþegar hafi sýnt afburða námsárangur eða lagt verulega af mörkum til skólastarfsins með þátttöku í félagslífi o.þ.h.
Dúx skólans var Ísak Valsson með I. ágætiseinkunn, 9.7. Hann hlaut bókagjöf og námsstyrk úr Aldarafmælissjóði skólans, VÍ 100 að upphæð 600.000 kr. Semidúx skólans var Jóhannes Aron Andrésson með I. ágætiseinkunn 9.4. Hann hlaut bókagjöf og námsstyrk úr VÍ 100 að upphæð 300.000 kr

Vinningshafar í edrúpottinum
Búið er að draga úr edrúpottinum og eru vinningshafar eftirfarandi:
1. árs nemendur
Alexander Ágúst Mar 1-A – 10.000 kr frá foreldraráði VÍ
Davíð Már Jóhannesson 1-E - 10.000 kr frá foreldraráði VÍ
Askur Jóhannsson 1-S – miði fyrir 2 á Nýnemaball NFVÍ
Arnar Egill Hilmarsson 1-E – gjafakort fyrir 2 á Joe & The Juice
Birta Steinunn Ragnarsdóttir 1-D – miði fyrir 2 á Nýnemaball NFVÍ
Natalía Rúnarsdóttir 1-A – 10 máltíðakort í Matbúð

Endurtektarpróf - próftafla
Dagana 31. maí- 3. júní verða endurtektarpróf í dagskólanum. Próftaflan er eftirfarandi:

Brautskráning stúdenta
Brautskráning stúdenta fer fram í Háskólabíói þann 28. maí næstkomandi. Athöfnin hefst klukkan 14:00 (stúdentsefni mæta klukkan 13:15) og má reikna með að hún standi yfir í um tvo og hálfan tíma. Að brautskráningu lokinni ganga stúdentar að aðalbyggingu Háskóla Íslands þar sem tekin verður mynd af hópnum. Gera má ráð fyrir því að það taki u.þ.b. hálftíma.
Afhending verslunarprófsskírteina og prófsýning
Afhending verslunarprófsskírteina fer fram miðvikudaginn 25. maí klukkan 10:00 í Bláa sal. Um formlega athöfn er að ræða og eru nemendur því beðnir um að mæta snyrtilegir til fara.
Nemendur sjá einkunnir sínar í INNU um klukkan 20:00 24. maí.Prófsýning verður 25. maí fyrir alla bekki milli kl.12:15 og 13:30.
Næstu daga verður haft samband við þá nemendur sem ekki ná tilskildum lágmarks einingafjölda til þess að útskrifast eða flytjast ekki á milli ára. Áfangastjóri mun senda póst á nemendur þegar búið er að ná í alla sem þarf að ræða við, fyrir birtingu einkunna.

Bókasafn VÍ–Vorpróf 2016
Vegna próflestrar verður afgreiðslutími bókasafnsins frá 30. apríl til og með 18. maí eftirfarandi:
mánud. – fimmtud. 8:00 – 22:00
föstudaga: 8:00 – 19:00
laugardaga: 10:00 – 19:00
sunnudaga: 10:00 – 22:00
ATH: 5. maí og 16. maí er opið 10:00 – 22:00