Innritun lokið
Innritun lokið
Nú er innritun í Verzlunarskólann lokið. Alls bárust 602 umsóknir, 445 sem val 1 og 157 sem val 2. Í ár voru 336 nemendur innritaðir á fyrsta ár. Það er alltaf sárt að þurfa að hafna góðum nemendum en vonandi eru allir, sem ekki komust í Verzló, sáttir við sinn varaskóla, enda eru allir framhaldsskólar landsins góður valkostur.

Undirbúningsnámskeið í stærðfræði
Til þess að tryggja sem jafnastan undirbúning nemenda í stærðfræði verður boðið upp á sérstakt undirbúningsnámskeið (STÆ-Undirbúningur) fyrir nýnema í ágúst. Um þriggja daga staðlotu er að ræða og fer kennsla fram dagana 11., 12. og 15. ágúst í húsnæði Verzlunarskólans. Námskeiðið verður í umsjá stærðfræðikennara skólans. Nemendur geta valið um að vera klukkan 9-12 eða 13-16.