IMG_4491

29. ágú. 2016 : Nýnemavikan

Vikuna 29. ágúst-2. september er haldin hátíðleg nýnemavika hér í Verzlunarskóla Íslands. Nýir nemendur er boðnir velkomnir með allskyns leikjum og keppnum milli bekkja eins og reipitogi og karókí. Þema vikunar þetta árið eru jólin, nýnemar koma klæddir jólapeysum, með jólahúfur og í stígvélum. Vikan endar svo á nýnemaferð í Borgarnes þar sem hópnum er hrist saman með skemmtilegri kvöldvöku og grilli. Starfsfólks skólans er með í för og er ferðin áfengis- og vímuefnalaus. 

23. ágú. 2016 : Afgreiðslutími bókasafnsins

Afgreiðslutími bókasafnsins frá og með 29. ágúst er eftirfarandi:

Mánud. - fimmtud. kl. 8:00 - 19:00
Föstudaga kl. 8:00 - 16:00

Vikuna 22.-26. ágúst er bókasafnið opið frá 8:00-16:00

Verið velkomin

23. ágú. 2016 : Kynningarfundur fyrir foreldra og forráðamenn nýnema

Kynningarfundur fyrir foreldra/forráðamenn nýnema verður haldinn í skólanum fimmtudaginn 25. ágúst nk. kl. 20:00.  Dagskráin verður með hefðbundnu sniði þar sem skólastjóri fer í stuttu máli yfir ýmis atriði sem lúta að námi við skólann. Stjórnendur skólans, námsráðgjafar, félagslífsfulltrúar og fulltrúar frá stjórn nemendafélagsins sem og foreldrafélaginu munu sitja fyrir svörum og að því loknu verður foreldrum og forráðamönnum boðið að hitta umsjónarkennara í kennslustofum. Hér er ekki um einstaklingsviðtöl að ræða heldur hitta umsjónarkennarar hvers bekkjar alla foreldra/forráðamenn samtímis.

Stjórnendur skólans, deildarstjórar, námsráðgjafar, félagslífsfulltrar og fulltrúar frá stjórn nemendafélagsins verða til taks á Marmaranum og svara spurningum eftir að hefðbundinni kynningu er lokið. Bókasafnið verður einnig opið.

22. ágú. 2016 : Kynning fyrir nýnema á félagslífi skólans

Stjórn NFVÍ og nefndir munu vera með kynningu á félagslífi skólans á marmaranum þriðjudaginn 23.ágúst kl. 14:35. Nefndir munu kynna sig og starf vetrarins og svara spurningum.

9. ágú. 2016 : Skólasetning 18. ágúst 2016

Verzlunarskóli Íslands verður settur fimmtudaginn 18. ágúst klukkan 10:00. Athöfnin fer fram í hátíðarsal skólans (Bláa sal) og er ætlast til þess að allir nemendur mæti tímanlega. Vegna mikillar aðsóknar er afar mikilvægt að nýnemar mæti, að öðrum kosti geta þeir átt á hættu að verða af skólavist. Nýnemar fá sérstaka kynningu á skólanum eftir skólasetningu, kynningin mun standa frá 11:00-13:00.

Bókalistann fyrir veturinn má finna undir flipanum „Námið“ en einnig er flýtivísun hér .

Sala á bókum og heftum sem ekki eru seld í bókabúðum fer fram í fundarherbergi á 3. hæð. Bóksalan verður opin á eftirfarandi tíma: